HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Aðalfundur BHM 17. maí

 

Aðalfundur BHM verður haldinn 17. maí n.k. Athygli félagsmanna KVH er vakin á því að dagskrá aðalfundar BHM er opin frá kl.9:00-12:00.  Með erindi verða þau Rasmus Conradsen, frá Akademikerne í Danmörku sem kynnir Videnpilot” verkefnið og árangur þess og Ragna Árnadóttir, formaður samráðsvettvangsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar sem fjallar um Samráðsvettvang um aukna hagsæld á Íslandi. Auk þess mun Ævar Þórólfsson, sérfræðingur hjá Maskínu fjallar um Kjarakönnun BHM.  Fundurinn verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð.  Nánari upplýsingar um fundinn og dagskrá hans er að finna á heimasíðu BHM.

Orlofshús í sumar

Orlofssjóður minnir þá félagsmenn sem fengu synjun eða hafa ekki bókað sumarhús í sumar að á morgun, 23. apríl,  rennur út forgangur á bókunum fyrir þá sem fengu synjun við sumarúthlutun. Enn er eitthvað af lausum vikum eftir.  Aðeins er leyfilegt að leigja eina viku í forgangi.

Bókun fer fram á bókunarvefnum: https://secure.bhm.is/orlofsvefur/Account/Login. Þar þarf að slá inn kennitölu og veflykil.  Þegar komið er inn á Bókunarvefinn skal velja „laust“ og svo það landsvæði sem hentar.  Bókað er með því að smella á dagana og greitt með kreditkorti.

Þann 24 apríl kl. 15. geta svo allir félagsmenn BHM aðildarfélaga bókað. Frá þeim tíma er líka hægt að bóka vikurnar 7-14/6 og 23-30/8 á flestum svæðum. Nánari upplýsingar gefur Margét Þórisdóttir, fulltrúi Orlofssjóðs (s: 595 5112).

Meðallaun á árinu 2012

Hagstofa Íslands hefur birt upplýsingar úr launarannsókn sinni um laun fullvinnandi launamanna á íslenskum vinnumarkaði fyrir árið 2012. Þar kemur m.a. fram að regluleg laun voru 402 þúsund krónur að meðaltali á síðasta ári.   Regluleg laun fullvinnandi karla voru 436 þúsund krónur að meðaltali á mánuði, en kvenna 367 þúsund krónur.  Þá voru regluleg laun á almennum vinnumarkaði 423 þúsund krónur að meðaltali á mánuði, en 378 þúsund krónur hjá opinberum starfsmönnum.

Heildarlaun fullvinnandi voru að meðaltali 488 þúsund á mánuði, og voru karlar með 548 þúsund að meðaltali í heildarlaun, en konur með 425 þúsund krónur. Hæstu reglulegu launin voru greidd í fjármála- og vátryggingastarfsemi, og hjá veitum.   Nánari upplýsingar má sjá á vef Hagstofunnar.

Frá aðalfundi KVH 2013

Aðalfundur KVH var haldinn föstudaginn 22. mars s.l.  Auk venjulegra aðalfundastarfa, svo sem skýrslu stjórnar, framlagningu ársreikninga KVH og Vísindasjóðs KVH vegna 2012 og fjárhagsáætlunar 2013, var ný stjórn kjörin.

Fjórir fráfarandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa og voru þeir allir kosnir: Birgir Guðjónsson, formaður, Ársæll Baldursson, gjaldkeri, Helga Sigurðadóttir og Helgi Þór Jónasson, meðstjórnendur.  Ragnheiður Ragnarsdóttir  var kosin ritari í stað Sigríðar Svavarsdóttur, sem gaf ekki  kost á sér í aðalstjórn.   Í varastjórn voru kosin þau Björn Bjarnason, Hjálmar Kjartansson og Sigríður Svavarsdóttir.  Þá voru Jóngeir Hlinason og Halla Sigurðardóttir endurkjörin skoðunarmenn reikninga.  Gögn frá aðalfundi verða birt fljótlega á vefsíðu KVH.

 

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur