Dagpeningar

Dagpeningar vegna ferðalaga á vegum vinnuveitanda

Ferðakostnaður á ferðalögum erlendis greiðist með dagpeningum sem ákveðnir eru af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins. Með dagpeningum á að greiða allan venjulegan ferðakostnað annan en fargjöld.

Kostnað vega ferðalaga innanlands skal greiða eftir reikningi, enda fylgi með fullnægjandi gögn. Greiða má gisti- og fæðiskostnað með dagpeningum ef um það er samið eða ekki er hægt að leggja fram reikninga.

Upplýsingar um fjárhæðir  dagpeninga vegna ferða erlendis og innanlands eru uppfærðar reglulega og birtar á vef stjórnarráðsins. Upplýsingar um SDR gengi má finna á heimasíðu Seðlabanka Íslands.

Skattmat á dagpeningum

Leyfilegur frádráttur á móti dagpeningum, samkvæmt skattmati ríkisskattstjóra, þarf ekki að vera sama fjárhæð og Ferðakostnaðarnefnd ákvarðar að greiða skuli starfsmönnum ríkisins vegna ferða á vegum launagreiðanda. Sé leyfilegur frádráttur lægri ber að skila staðgreiðslu af mismuninum. Sjá vefsíðu  ríkisskattstjóra.

Share This