HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


Tilkynning frá Orlofssjóði BHM – Gistimiðar á þriggja stjörnu hótel Íslandshótela (Fosshótel)

Orlofssjóður BHM býður sjóðfélögum að kaupa gistimiða hjá Íslandshótelum (Fosshótelum) á sérstökum vildarkjörum. Verðið á gistimiða er aðeins 8.400 krónur og gildir fyrir tveggja manna herbergi í eina nótt án morgunverðar.

Gistimiðarnir eru í takmörkuðu upplagi, hver einstaklingur getur keypt fimm miða og hefst sala á þeim þriðjudaginn 26. maí kl. 12:00 á bhm.fritimi.is. Öll sala á gistimiðum fer fram á orlofsvefnum, með því að smella á Kort og gjafabréf.

Athugið að kvittun við miðakaup gildir ekki sem gistimiði. Gistimiðarnir eru afhentir í þjónustuveri Bandalags háskólamanna í Borgartúni 6, gegn framvísun pöntunarnúmers á kvittun og kennitölu sjóðfélaga. Þjónustuverið er opið á milli 9 og 16 alla virka daga.

Gildistími gistimiðanna er frá 29.05.2020 til 31.12.2020.

Handhafi gistimiða getur valið um eftirfarandi hótel:

 • Grand Hótel Reykjavík
 • Fosshótel Jökulsárlón (í Öræfasveit)
 • Fosshótel Stykkishólmur
 • Fosshótel Reykholt (í Borgarfirði)
 • Fosshótel Vestfirðir (á Petreksfirði)
 • Fosshótel Húsavík
 • Fosshótel Austfirðir (á Fáskrúðsfirði)

Uppfærsla í fjögurra stjörnu hótel

Íslandshótel bjóða að auki upp á uppfærslu í fjögurra stjörnu hótel fyrir 4.000 krónur aukalega á nótt án morgunverðar á Gand Hótel Reykjavík og Fosshótel Jökulsárlón. Uppfærslan greiðist af handhafa gistimiða við komu á hótel en við bókun á hótel þarf handhafi gistimiða að tilkynna um fyrirhugaða uppfærslu.

Skilmálar

Bókanir fara fram með því að senda póst á gistimidar@islandshotel.is eða með því að hringja í söluskrifstofu Íslandshótela í síma 562-4000. Ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvefi eða heimasíðu Íslandshótels.

Afbóka þarf með að lágmarki 48 stunda fyrirvara, sé fyrirvarinn styttri er rukkað fyrir nóttina. Ef fleiri nætur eru bókaðar og fyrirvari afbókunar styttri en 48 stundir þá er rukkað 50% af heildarverði. Ef gestur hvorki afbókar né mætir þá þarf að greiða fulla greiðslu.

 • Eitt barn 3 til 6 ára fær frítt í herbergi ef deilt er rúmi, en greiða þarf aukalega fyrir morgunverð 50% af fullu verði sem greiðist við innritun.

 • Aukarúm fyrir 3 – 12 ára kostar aukalega og greiðist við innritun

Nýr kjarasamningur KVH og Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykktur

Nýr kjarasamningur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) var undirritaður föstudaginn 8. maí 2020.

Samningurinn fór í rafræna kynningu og atkvæðagreiðslu á Mínum síðum BHM hjá félagsmönnum sem samþykktu breytingarnar með meirihluta atkvæða.

Nýr kjarasamningur gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023 og fellur þá eldri kjarasamningur úr gildi án frekari fyrirvara

Teams grunnnámskeið og framhaldsnámskeið

Vegna mikillar eftirspurnar hefur Teams grunnnámskeiðið verið gert aðgengilegt aftur frá og með föstudeginum 8. maí til miðnættis þriðjudaginn 12. maí hér á streymisveitu BHM.

Framhaldsnámskeiðið er aðgengilegt til miðnættis mánudaginn 11. maí hér á streymisveitu BHM.

Á framhaldsnámskeiðinu var m.a. farið yfir:

 • Stofnun teyma fyrir ólíka hópa
 • Rásir og aðgangsstýringar
 • Að stjórna áreitinu
 • Samskipti hópsins
 • Bókun funda

 

Framhaldsnámskeiðið var haldið fimmtudaginn 7. maí kl. 11:00 og verður aðgengilegt til og með 11. maí 2020 á streymisveitu BHM

Undirritun kjarasamnings KVH við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga

Í dag undirritaði Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga undir nýjan kjarasamning við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS).

 

Nýr kjarasamningur gildir frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023 og fellur þá eldri kjarasamningur úr gildi án frekari fyrirvara ef samþykktur verður.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem starfa hjá sveitarfélögunum og rafræn kosning fer fram í kjölfarið.

 

Síða 1 af 7112345...102030...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

 • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
 • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
 • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
 • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

 • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
 • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
 • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
 • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um