HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú um 1.700. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Skrifstofa KVH er opin sem hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 9:00-12:00 og 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Efst á baugi


Námskeið í jákvæðum samskiptum á vinnustað

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM býðst nú að skrá sig á hádegisfyrirlestur með Pálmari Ragnarssyni sér að kostnaðarlausu, miðvikudaginn 24. febrúar kl. 12:00. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og skráning er hafin hér í viðburðadagatali .

Pálmar Ragnarsson er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur slegið í gegn með fyrirlestrum um jákvæð samskipti.

Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum.

Samhliða því tekur hann mörg skemmtileg dæmi af samskiptum barna á íþróttaæfingum og yfirfærir á vinnustaðinn auk þess sem hann segir frá niðurstöðum rannsóknar sem hann gerði á samskiptum á vinnustöðum á Íslandi í meistaranámi sínu í Háskóla Íslands.

Í lokin verður boðið upp á spjall um efni fyrirlestursins.

Fyrirlesturinn verður haldinn með notkun fjarfundabúnaðar á TEAMS. Þátttakendur fá sendan hlekk á fundinn samdægurs. Gott er að vera búin að hlaða niður Teams forritinu á tölvuna, en það er einnig hægt að vera í vafra.

Á fyrirlesturinn kemst takmarkaður fjöldi, félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að skrá sig hér í viðburðadagatali. Einnig eru félagsmenn beðnir um að afskrá sig sjái þeir sér ekki fært að horfa á fyrirlesturinn.

Úthlutun úr Vísindasjóði KVH

Þeir félagsmenn KVH sem aðild eiga að Vísindasjóði KVH fengu greiddan út styrk vegna ársins 2020, þann 10. febrúar 2021. Samkvæmt reglum sjóðsins er greitt út í febrúar á ári hverju. Ekki tókst að greiða öllum sem aðild eiga að sjóðnum í fyrstu umferð, þar sem bankaupplýsingar vantaði frá nokkrum félagsmönnum. Haft verður samband við þá einstaklinga.

Þeir sem aðild eiga að Vísindasjóði KVH eru félagsmenn sem starfa eftir kjarasamningum KVH og Sambands ísl. sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Rarik. Aðild að Vísindasjóði KVH er valkvæð fyrir almenna vinnumarkaðinn og þeir félagsmenn sem samið hafa í ráðningarsamningi við vinnuveitanda um framlög í Vísindasjóðinn, eiga hér einnig hlut að máli.

18 námskeið frá Tækninám komin á vef BHM

Nú eru alls átján námskeið frá Tækninám komin inn á vefinn Fræðsla fyrir félagsmenn, hér að neðan er listi yfir öll námskeiðin sem nú eru aðgengileg. Væntanleg á vefinn á næstunni eru tólf námskeið til viðbótar.

 

Vinsamlegast athugið að innskráningin á Fræðsla fyrir félagsmenn er ekki tengd Mínum síðum, því þurfa félagsmenn að nýskrá sig hér, hafi þeir ekki stofnað aðgang áður. 

 • Delve í hnotskurn
  Delve er hluti af Office 365 pakkanum og getur hjálpað okkur að halda utan um og finna auðveldlega skjölin okkar í skýinu.
 • Excel í hnotskurn
  Grunnnámskeið í Excel þar sem farið er yfir fjölbreytta notkunarmöguleika forritsins.
 • Excel Online
  Excel Online er ekki eins og Excel forritið sem þú notar í tölvunni. Á þessu námskeiði er farið yfir hvernig Excel Online virkar og hver munurinn er.
 • Excel Pivot töflur
  Framhaldsnámskeið í Excel þar sem gert ráð fyrir að fólk hafi ágætis þekkingu á forritinu.
 • Fjarvinna í Microsoft Office 365
  Hvernig á að nota Teams, búa til teymi, nota spjallrás, funda, deila skjölum, nýta OneDrive og vinna með skjöl í skýinu.
 • Flow kynning
  Sýnt er hvernig hægt er að búa til einföld flæði (flow) sem geta nýst í vinnunni.
 • Jira Administration
  Í Jira þjónustukerfinu er hægt að halda utan um beiðnir um þjónustu, tilkynningar og verkefni, samninga, reikninga, tengiliði, búnað í rekstri o.fl.
 • Jira Service Management – Project settings
  Á þessu námskeiði er farið yfir allar Project stillingar fyrir Jira Service Management Projects (JSM). Til að komast í allar þessar stillingar þarf Jira administrator réttindi.
 • Microsoft Sharepoint í hnotskurn
  Hér er farið í helstu atriðin sem notendur Sharepoint þurfa að kunna.
 • Microsoft Teams í hnotskurn
  Grunnnámskeið í notkun Teams forritsins, á því er m.a. farið yfir hvernig á að búa til teymi, halda fundi, deila skjölum, spjalla og margt fleira.
 • Microsoft To Do
  Hér fræðumst við um Microsoft To Do og hvernig það talar við forrit eins og Outlook og Planner. Við lærum að gera lista, verk og undirverk og ýmsar gagnlegar stillingar.
 • Microsoft Whiteboard í hnotskurn
  Whiteboard er vanmetið en afar sniðugt tól til samvinnu, sérstaklega þegar kemur að hugmyndavinnu og þegar þarf að setja verkefni upp á sjónrænan hátt. Á þessu stutta námskeiði eru möguleikar forritsins skoðaðir.
 • Office 365 grunnámskeið
  Grunnkennsla á helstu forrit Office 365 pakkans og hvernig hægt er að nýta þau.
 • Náðu stjórn á vinnudeginum með Outlook
  Ekki láta Outlook stjórna þér, þú átt að stjórna Outlook. Á þessu námskeiði lærum við að nota Outlook sem tímastjórnunartæki.
 • One Drive for Business
  Hver er tilgangur og grunnvirkni OneDrive? Hver er munurinn á OneDrive Personal og OneDrive for Business? Á námskeiðinu er m.a. farið yfir þessi atriði.
 • Power Point í hnotskurn
  Farið er yfir helstu eiginleika PowerPoint og hvernig er hægt að setja upp áhrifaríka kynningu.
 • Stream
  Stream er myndbanda lausn Office 365. Á námskeiðinu eru helstu eiginleikar Stream skoðaðir. Við lærum að búa til hópa og rásir og um leið að aðgangsstýra myndböndunum.
 • Öryggisvitund
  Það finnast margar hættur á netinu og margt ber að varast. En sem betur fer er ýmislegt sem við getum gert til þess að tryggja öryggi okkar og lært að forðast hætturnar.

Stofnanasamningur undirritaður við Ferðamálastofu

Þann 15. janúar 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Ferðamálastofu. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.1.2020 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengill á samninginn má finna hér.

KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

 • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
 • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
 • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
 • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

 • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
 • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
 • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
 • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur