Fréttir frá BHM
-
Háskólamenntun: Fjárfesting í ruslflokki?
07.09.2024
Á þessari öld hafa ráðstöfunartekjur fólks með meistaragráðu staðið í stað að teknu tilliti til verðbólgu. Virði meistaragráðu hefur með öðrum orðum ekkert aukist í kaupmætti í rúmlega tuttugu ár. Á sama tíma hefur íslenska hagkerfið vaxið um 45% á hvern íbúa og kaupmáttur launa aukist um 66% heilt yfir. Vandinn er að næstum ekkert af kaupmáttaraukningunni og hagvextinum hefur skilað sér til háskólamenntaðra sem setið hafa eftir í öllum skilningi. Hvati fólks til að sækja sér háskólamenntun fer eðlilega minnkandi við þessar kringumstæður. Af sjónarhóli hagfræðinnar mætti segja að fjárfesting í háskólamenntun sé einfaldlega komin í ruslflokk.
-
Jöfnuður í tekjum en hvað með eignirnar?
23.08.2024
-
Starf framkvæmdastjóra BHM laust til umsóknar
23.08.2024
Starf framkvæmdastjóra er fjölbreytt og krefjandi sem reynir á frumkvæði og úthald í spennandi verkefnum.
-
Starfsþróunarsetur flutt í Borgartún 27
19.08.2024
Deilir hæð með tíu aðildarfélögum BHM, ásamt þjónustuskrifstofu SIGL. Styttist í að Viska stéttarfélag flytji í húsið. Skrifstofa BHM er á fyrstu hæð hússins.
-
Sumarlokun skrifstofu og þjónustuvers
15.07.2024
Skrifstofa og þjónustuver BHM verða lokuð 22. júlí til 6. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks og verslunarmannahelgar.
-
Ljósmæður skrifa undir fjögurra ára kjarasamning við ríkið
13.07.2024
Ljósmæðrafélag Íslands skrifaði undir kjarasamning við ríkið þann 11. júlí síðastliðinn.
-
Viska lagði ríkið fyrir Félagsdómi
04.07.2024
Viska – stéttarfélag, eitt aðildarfélaga BHM, hafði á dögunum betur í dómsmáli fyrir Félagsdómi gegn íslenska ríkinu.
-
Starfshópur um endurskoðun á reglum vegna endurgreiðslu námslána
04.07.2024
Nú hafa háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra undirritað yfirlýsingu um stofnun starfshóps um endurskoðun á reglum vegna endurgreiðslu námslána í námslánakerfi Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og mun BHM eiga aðild að starfshópnum.
-
Viska hefur skrifað undir langtímasamning við ríkið
01.07.2024
Viska er fyrst af aðildarfélögum BHM til þess að skrifa undir kjarasamning við ríkið. Um er að ræða nýjan heildarkjarasamning sem gildir afturvirkt frá 1. apríl ef félagsmenn samþykkja samninginn.
-
Reglubreytingar hjá Sjúkrasjóði BHM
28.06.2024
Stjórn Sjúkrasjóðs BHM samþykkti á fundi sínum 19. júní sl. reglubreytingar í þremur liðum. Breytingarnar taka gildi 1. júlí nk.
-
Biðla til stjórnvalda að stöðva fyrirhugaða brottvísun
26.06.2024
-
Óskum eftir ráðgjafa í þjónustuver
18.06.2024
Við leitum að hressum og metnaðarfullum einstaklingi í samhent teymi þjónustuvers BHM. Umsóknarfrestur um stöðu ráðgjafa er til og með 25. júní nk.
-
BHM auglýsir eftir hagfræðingi
11.06.2024
Við auglýsum starf hagfræðings laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 25. júní nk.
-
Höfuð, herðar, hné og tær
06.06.2024
Vinnueftirlitið og VIRK hafa tekið höndum saman og standa að vitundarvakningu undir yfirskriftinni Höfuð, herðar, hné og tær. Þar er fjallað um mikilvægi þess að byggja upp trausta og heilbrigða vinnustaðamenningu sem leggur grunn að öryggi og vellíðan starfsfólks.
-
Yfirstandandi kjaraviðræður
04.06.2024
Aðildarfélög BHM eiga í kjaraviðræðum við opinbera launagreiðendur. Fundað hefur verið með samninganefndum ríkis og sveitarfélaga um nokkurt skeið. Engin tíðindi eru enn af árangri, enda um flókið verkefni að ræða þar sem ólíkir hópar launafólks eiga í hlut.