Fréttir frá BHM

  • Ríkisstarfsmenn vilja skipta um starf vegna lágra launa

    05.04.2024

    Einn af hverjum fimm launþegum í BHM hefur mikinn áhuga á því að skipta um starf og/eða vinnustað, samkvæmt lífskjararannsókn BHM. Algengustu ástæður sem félagsfólk gefur upp eru launin, stjórnunarhættir á vinnustað og starfstengt álag en misjafnt var hvaða ástæður mest voru gefnar upp eftir því hvar fólk vinnur og í hvaða geira.
  • Metnaðarlaus ríkisstjórn eftir tveggja ára samráð

    22.03.2024

    BHM og Landssamband íslenskra stúdenta (LÍS) furða sig á metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar eftir tveggja ára samráð um bætt námslánakerfi. Segja þau óbreytt styrkjakerfi auka ójöfnuð milli ungs fólks og eldri kynslóða sem nutu vaxtaniðurgreiðslu. Á sama tíma setja íslenskir námsmenn Evrópumet í atvinnuþátttöku.
  • 42% finna mikið fyrir greiðslubyrði námslána

    21.03.2024

    Lífskjararannsókn BHM sýnir að greiðslubyrði námslána leggst þyngra á heimilin nú en 2022 og að greiðendur námslána eiga erfiðara með að ná endum saman en þau sem ekki eru með námslán.
  • Við erum að leita að þér!

    18.03.2024

    Okkur vantar fólk í stjórnir og nefndir bandalagsins
  • Vefur BHM besta efnis- og fréttaveita

    16.03.2024

    Íslensku vefverðlaunin 2023 voru afhent 15. mars
  • Virðismat starfa - kynning og næstu skref

    14.03.2024

    Opinn fundur um virðismat starfa í þágu launajafnréttis verður haldinn á Hótel Natura miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 9:00 til 11:00.
  • Vefur BHM tilnefndur til íslensku vefverðlaunanna

    12.03.2024

    Talinn einn af fimm bestu í flokknum Efnis- og fréttaveita
  • Opnað fyrir sumarúthlutun OBHM 20. mars

    11.03.2024

    Hægt verður að sækja um orlofskosti frá kl. 12:00 þann 20. mars til kl. 23:59 þann 26. mars. Sumarleyfistímabilið er frá 6. júní til 22. ágúst.
  • Aðgerðir stjórnvalda ríma við margar áherslur BHM

    08.03.2024

    „Ákveðnir þættir aðgerða stjórnvalda falla ágætlega að stefnu BHM, má þar nefna barnabætur, fæðingarorlof, húsnæðisstuðning og námslán, en áherslur samninganna sjálfra falla misjafnlega að þörfum þeirra hópa sem aðildarfélög BHM semja fyrir. Félögin líta jákvæðum augum að ekki skuli sett krónutöluþak á launahækkanir en að öðru leyti eiga félögin eftir að meta áhrifin á samningana sem gerðir verða á opinbera markaðnum í kjölfarið,“ segir Kolbrún Halldórsdóttir formaður BHM.
  • Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars

    01.03.2024

    Hádegisfundur á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna / English below
  • 267.910.184.000 krónur

    22.02.2024

    Í lok árs 2022 skulduðu háskólamenntaðir á vinnumarkaði tæplega 268 milljarða króna í námslán. Upphæð sem slagar líklega hátt í þrjú hundruð milljarða króna á árinu 2024 eða 7% af landsframleiðslu. Vitneskjan um þetta ætti að valda okkur öllum áhyggjum, sérstaklega í ljósi hverfandi arðsemi af háskólamenntun á Íslandi. Þegar kostnaður af háskólamenntun er veginn á móti tekjuauka er augljóst að fjárfestingarkosturinn „háskólamenntun“ yrði snarlega settur í ruslflokk í kauphöllinni ef menntunin væri á markaði! BHM hefur kallað eftir því að grípa þurfi til sértækra aðgerða strax til að auka ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra. Í það minnsta ef það er vilji stjórnvalda að loka kjarasamningum á opinbera markaðnum á vordögum.
  • Samstaða á meðal stéttarfélaga háskólamenntaðra

    16.02.2024

    Alls 22 stéttarfélög hafa skrifað undir yfirlýsingu og birt á heimasíðum sínum þar sem krafist er leiðréttingar á launum háskólamenntaðra. Þar af eru 18 félaganna aðildarfélög BHM. Félögin vekja athygli á því að háskólamenntaðir hafi setið eftir í kjaraviðræðum undanfarinna ára og að hlutfall ungs fólks sem lýkur háskólanámi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja.
  • 85% ljósmæðra segir öryggi mæðra í hættu

    15.02.2024


  • BHM og LÍS vilja halda áfram samstarfi

    14.02.2024

    Hafa átt farsælt samstarf síðan 2018
  • Opnað fyrir páskaúthlutun OBHM 27. febrúar

    12.02.2024

    Hægt verður að sækja um orlofskost á tímabilinu 27. febrúar kl. 12:00 til 4. mars kl. 23:59
Share This