Fréttir frá BHM

 • 267.910.184.000 krónur

  22.02.2024

  Í lok árs 2022 skulduðu háskólamenntaðir á vinnumarkaði tæplega 268 milljarða króna í námslán. Upphæð sem slagar líklega hátt í þrjú hundruð milljarða króna á árinu 2024 eða 7% af landsframleiðslu. Vitneskjan um þetta ætti að valda okkur öllum áhyggjum, sérstaklega í ljósi hverfandi arðsemi af háskólamenntun á Íslandi. Þegar kostnaður af háskólamenntun er veginn á móti tekjuauka er augljóst að fjárfestingarkosturinn „háskólamenntun“ yrði snarlega settur í ruslflokk í kauphöllinni ef menntunin væri á markaði! BHM hefur kallað eftir því að grípa þurfi til sértækra aðgerða strax til að auka ráðstöfunartekjur háskólamenntaðra. Í það minnsta ef það er vilji stjórnvalda að loka kjarasamningum á opinbera markaðnum á vordögum.
 • Samstaða á meðal stéttarfélaga háskólamenntaðra

  16.02.2024

  Alls 22 stéttarfélög hafa skrifað undir yfirlýsingu og birt á heimasíðum sínum þar sem krafist er leiðréttingar á launum háskólamenntaðra. Þar af eru 18 félaganna aðildarfélög BHM. Félögin vekja athygli á því að háskólamenntaðir hafi setið eftir í kjaraviðræðum undanfarinna ára og að hlutfall ungs fólks sem lýkur háskólanámi sé langt undir meðaltali OECD-ríkja.
 • 85% ljósmæðra segir öryggi mæðra í hættu

  15.02.2024


 • BHM og LÍS vilja halda áfram samstarfi

  14.02.2024

  Hafa átt farsælt samstarf síðan 2018
 • Opnað fyrir páskaúthlutun OBHM 27. febrúar

  12.02.2024

  Hægt verður að sækja um orlofskost á tímabilinu 27. febrúar kl. 12:00 til 4. mars kl. 23:59
 • Fulltrúar BHM, BSRB og ASÍ telja sjálfstæði loftlagsráðs skert í reglugerðardrögum

  07.02.2024

  Fulltrúar heildarsamtakanna telja brýnt að heildarsamtök launafólks eigi fulltrúa í ráðinu, einnig ungt fólk
 • BHM lýsir yfir stuðningi við verkfallsaðgerðir á finnskum vinnumarkaði

  05.02.2024

  Akava, stéttarfélag sérfræðinga og stjórnenda bætist í hóp þeirra verkalýðsfélaga í Finnlandi sem hafa undanfarna daga mótmælt aðför stjórnvalda að réttindum launafólks.
 • Vinnuréttarvefur á ensku / Labour rights

  02.02.2024

  Á vefnum eru gagnlegar upplýsingar um vinnurétt fyrir þá sem ekki geta nýtt sér íslensku útgáfuna. English version below.
 • Félagsfólk BHM á opinbera markaðnum sem á aðild að Starfsþróunarsetri getur sótt námskeið hjá Starfsmennt fræðslusetri

  18.01.2024

  Starfsmennt og Starfsþróunarsetur háskólamanna gerðu í lok september með sér samning sem heimilar félagsfólki aðildarfélaga BHM, sem á rétt hjá Starfsþróunarsetrinu og starfar hjá ríki, sveitarfélögum eða sjálfseignarstofnunum, að sækja námskeið og annars konar fræðslu á vettvangi Starfsmenntar.
 • Verður stórfyrirtækjum hlíft við „sáttinni“?

  11.01.2024

  „Með jafnri krónutöluhækkun er meiri byrðum velt á atvinnugreinar sem borga lág laun,“ segir formaður BHM
 • BHM færir Hollvinum Grensásdeildar nýjársgjöf

  02.01.2024

  Hollvinir safna nú fyrir sérhæfðum tækjabúnaði í nýtt húsnæði Grensásdeildar
 • 47% þjóðarsátt?

  01.01.2024

  Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þrátt fyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum. Það má öllum vera ljóst að þessi leikflétta er ekki líkleg til að skila árangri. Mikið meira þarf til og fleiri þurfa að koma að borðinu ef stuðla á að auknum stöðugleika og víðtækri sátt um kjarabætur á árinu 2024.
 • Opnunartími BHM yfir hátíðarnar

  19.12.2023

  Skrifstofa verður lokuð milli jóla og nýárs, en skilaboðum og símtölum verður svarað.
 • Lífskjarasamningur gerður upp

  18.12.2023

  „Þó lífskjarasamningurinn hafi framkallað nauðsynlega og réttláta leiðréttingu hjá hluta launafólks hafa krónutöluhækkanir átt þátt í kaupmáttarrýrnun hjá stórum hluta millistéttarinnar,“ ritar formaður BHM
 • Virk samkeppni mikilvæg fyrir hagsæld íslensks launafólks

  14.12.2023

  Vísað var í grein hagfræðinga BHM, BSRB og ASÍ um mikilvægi samkeppniseftirlits á þingi í gær.
Share This