Fréttir frá BHM
-
Tími til að fjárfesta í framtíðinni – háskólastigið þarf raunverulegan stuðning
19.03.2025
Mjög fróðlegt var að hlýða á Rúnar Vilhjálmsson, prófessor og fyrrverandi formann Félags prófessora við ríkisháskóla, ræða málefni háskólastigsins í viðtali á RÚV þann 19. mars. Þar lagði hann áherslu á nauðsyn þess að stjórnmálamenn tækju háskólastigið fastari tökum og benti á að vanfjármögnun háskóla dragi úr líkum þess að íslenskir háskólar og rannsóknir standist samanburð við önnur Norðurlönd.
-
Opið fyrir umsóknir um styrki í Vinnuverndarsjóð
13.03.2025
BHM vekur athygli á að nú er opið fyrir umsóknir um styrki í Vinnuverndarstjóð sem hefur það markmið að efla rannsóknir á sviði vinnuverndar og stuðla að bættri vinnuvernd á íslenskum vinnumarkaði. Við mat á umsóknum verður einkum litið til verkefna og rannsókna er varða tengsl einstakra sjúkdóma og vinnutengdra einkenna við vinnuumhverfi.
-
Leikarar og dansarar boða verkföll í Borgarleikhúsinu
13.03.2025
Lítið hefur miðað í samningaviðræðum Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum (FÍL) og Leikfélags Reykjavíkur ses. sem annast rekstur Borgarleikhússins. Viðræður um nýjan kjarasamning fyrir dansara og leikara hafa staðið yfir síðan í september 2024 án árangurs. Í lok nóvember sl. var deilunni vísað til ríkissáttasemjara án þess að það skilaði neinum árangri.
-
Ísland tekur þátt í sextugasta og níunda fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna
11.03.2025
Ísland tekur þátt í sextugasta og níunda fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW69), sem fer nú fram í New York dagana 10.–21. mars. Fundurinn er einn stærsti og mikilvægasti alþjóðlegi vettvangurinn fyrir umræðu um jafnréttismál og stöðu kvenna og stúlkna um allan heim. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fer fyrir sendinefnd Íslands, en hún sinnir jafnframt jafnréttismálum í nýrri ríkisstjórn.
-
Yfirlýsing frá BHM, BSRB og KÍ
05.03.2025
Í tilefni af tillögum starfshóps um hagræðingu í ríkisrekstri
-
Fjörugt stefnumótunarþing BHM ræddi framtíðarsýn og hlutverk bandalagsins
26.02.2025
Vel heppnað stefnumótunarþing BHM var haldið í liðinni viku. Yfir 140 fulltrúar mættu á þingið víðsvegar að úr atvinnulífinu ásamt starfsfólki BHM og aðildarfélaga. Það var sérstaklega ánægjulegt að finna hve mikill samhugur einkenndi störf þingsins. Hér verða dregin saman svör þátttakenda við nokkrum lykilspurningum, um sýn þeirra á framtíðarstöðu BHM, meginverkefni bandalagsins, verkaskiptingu milli þess og aðildarfélaganna og grunnþjónustu BHM við aðildarfélögin.
-
Mannréttindabrot verða ekki liðin
25.02.2025
-
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum
21.02.2025
Kynferðisleg áreitni á vinnustöðum er faraldur í íslensku vinnuumhverfinu og alvarlegt samfélagslegt vandamál. Þrátt fyrir aukna vitund og þekkingu á síðustu árum er vandamálið enn stórt. Öryggi á vinnustað er á ábyrgð atvinnurekenda og á þeim hvíla ríkar skyldur þegar kemur að forvörnum gegn áreitni og að bregðast við þegar tilvik koma upp. Of algengt er að vinnustaðir taki ekki þá ábyrgð sem þeim ber. Kynferðisleg áreitni á vinnustað er skilgreind sem kynferðisleg áreitni sem starfsmenn verða fyrir í tengslum við starf sitt, þar með talið á starfsmannaskemmtunum.
-
Skrifstofa lokuð eftir hádegi 20. febrúar
20.02.2025
Skrifstofa og þjónustuver BHM loka klukkan 12:00 í dag, 20. febrúar, vegna stefnumótunardags BHM. Við opnum aftur klukkan 9:00 í fyrramálið, föstudag 21. febrúar.
-
Skipulagsbreytingar hjá hinu opinbera
18.02.2025
Ný ríkisstjórn hefur kynnt áform um einföldun stjórnsýslu og hagræðingu hjá hinu opinbera. Með þessu vill ríkisstjórnin bæta þjónustu og auka skilvirkni með aukinni notkun stafrænnar tækni. BHM styður framfarir í opinberri stjórnsýslu, en telur brýnt að breytingar séu unnar af fagmennsku, með vönduðum undirbúningi og í nánu samráði við starfsfólk og stéttarfélög þeirra.
-
Átta staðreyndir um opinbert starfsfólk
07.02.2025
Störf og kjör opinbers starfsfólks eru gjarnan til umræðu í samfélaginu og er það eðlilegt, enda starfa opinberir starfsmenn í þágu almennings og samfélagsins. Í opinberri umræðu ber stundum á rangfærslum og skökkum samanburði. BHM hefur tekið saman átta staðreyndir um málið.
-
Þjónustuver BHM lokað 6. febrúar vegna veðurs
06.02.2025
Þjónustuver BHM verður lokað í dag, 6. febrúar, vegna veðurs. Þjónustuver svarar eingöngu fyrirspurnum sem berast í gegnum netspjall, tölvupósta og síma en ekki verður hægt að fá afgreiðslu á skrifstofu BHM í dag.
-
Áhrif stórfyrirtækja á stefnumótun ESB – Vernd launafólks í hættu?
06.02.2025
-
Skrifstofa BHM lokuð eftir hádegi 5. febrúar
05.02.2025
Skrifstofa og þjónustuver BHM verða lokuð í dag 5. febrúar vegna slæmrar veðurspár á höfuðborgarsvæðinu. Þjónustuver BHM svarar eingöngu fyrirspurnum sem berast í gegnum netspjall, tölvupósta og síma en ekki verður hægt að fá afgreiðslu á skrifstofu BHM í dag.
-
Ný námskeið fyrir félagsfólk aðildarfélaga BHM
31.01.2025
Starfsþróunarsetur háskólamanna, f.h. BHM, og Endurmenntun HÍ hafa gert samning þar sem fólki í aðildarfélögum BHM býðst að sækja tíu námskeið hjá Endurmenntun HÍ þeim að kostnaðarlausu. Námskeiðin sem um er að ræða eru sérstaklega valin þannig að sem flest geti nýtt sér þau til að efla sig í starfi.