nkvh_to_logoweb2

 

Námsmannaaðild KVH

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur

image_nkvhNámsmenn greiða ekki félagsgjöld KVH (0,6% af heildarlaunum) meðan þeir eru í námi nema þeir þiggi laun á tímabilinu og séu jafnframt í störfum þar sem menntun þeirra nýtist.

Námsmannaaðild getur varað allt að fjórum árum. Námsmannaaðild er ekki skuldbindandi, og hægt er að segja henni upp hvenær sem er.

KVH hefur gert samstarfssamninga við fimm námsmannafélög viðskipta- og hagfræðinga.  Þ.e. við Háskóla Íslands (Mágus, Maestro og Ökonomia), við Háskólann í Reykjavík (Markaðsráð), og við Háskólann á Akureyri (Reki).

Sækja um námsmannaaðild

Share This