Akstursgreiðslur

Þegar starfsmaður notar eigin bíl í þágu vinnuveitanda ber honum greiðsla fyrir þann kostnað sem af því hlýst. Bæði getur verið um að ræða að greidd sé föst mánaðarleg fjárhæð, oft á grundvelli sérstaks aksturssamnings eða greitt sé samkvæmt akstursgjaldi fyrir hvern ekinn kílómetra samkvæmt akstursdagbók eða akstursskýrslu.

Miðað er við ákvarðanir ferðakostnaðarnefndar ríkisins hverju sinni sem reiknar fjárhæð og útfærslu akstursgjalds.

Það er svo ríkisskattstjóri sem ákvarðar um leyfilegan frádrátt kostnaðar fyrir notkun eigin bíls í þágu vinnuveitanda. Notar ríkisskattstjóri hugtakið ökutækjastyrk um það, sjá nánari upplýsingar um frádráttarbæran kostnað á vef embættisins.

Share This