HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Sala á ferðaávísunum er hafin inn á orlofsvef OBHM

 • Fram til þessa hefur sjóðfélögum staðið til boða að kaupa hótelmiða sem gefnir eru út af hótelum og gistiheimilum. Þetta heyrir nú sögunni til því ferðaávísunin er rafræn og hægt er að kaupa hana í gegnum orlofsvef OBHM.
 • Sjóðfélagi ræður fyrir hversu háa upphæð hann kaupir en ferðaávísunin mun gilda á yfir 50 íslenskum hótelum og gistiheimilum. Til að innleysa ávísunina þarf sjóðfélagi einungis að mæta á hótelið þar sem hann hyggst nýta ferðaávísunina og gefa upp kennitölu sína.
 • Ef handhafi ferðaávísunar vill breyta ferðaáformum sínum, eða ef hótelið er fullbókað þá nótt sem hann hyggst gista, getur hann fyrirhafnarlaust notað ávísunina hjá öðru hóteli.
 • Sjóðfélagar munu geta skoðað þau tilboð sem hótel og gistiheimili gera þeim hverju sinni á orlofsvef BHM.
 • Hægt verður að nota ferðaávísunina til þess að greiða fyrir alla þjónustu á hóteli.
 • Orlofssjóður BHM gerir þá kröfu til hótelanna að betri tilboð fyrir sömu vöru sé ekki að finna annars staðar og að hótelin bjóði sjóðfélögum sín bestu kjör.

Niðurgreiðsla

 • Orlofssjóður BHM niðurgreiðir ferðaávísanir um 35% eða að hámarki 7.000 kr. á almanaksári.
 • Þannig er niðurgreiðsla af 20.000 kr. ferðaávísun 7.000 kr. en hægt er að kaupa ferðaávísanir fyrir hærri upphæðir án þess að niðurgreiðslu njóti við.
 • Eins er hægt að kaupa ferðaávísanir fyrir lægri fjárhæðir og í mörgum atrennum en 35% niðurgreiðsla reiknast þá á hver kaup þar til 7.000 kr. hámarki er náð.

Punktafrádráttur

 • Greiddur er 1 punktur fyrir hverjar 1.000 kr. af niðurgreiðslu.

Á árinu 2021 verða niðurgreiddar ferðaávísanir seldar í takmörkuðu upplagi. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að óháð því hvort ferðaávísun er niðurgreidd eða ekki þá er um að ræða inneign á hótelum á mjög góðum kjörum.

Póstlisti Orlofsssjóðs BHM

Vakin er athygli á póstlista Orlofssjóðs BHM. Með því að smella HÉR þá getur þú skráð þig á póstlistann þar sem sendar eru allar upplýsingar sem viðkoma starfsemi hans, t.d. upplýsingar um opnanir nýrra leigutímabila orlofshúsa, úthlutanir orlofshúsa á sumrin o.s.frv.

BHM gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir samráðsleysi

BHM gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir að hafa ekki haft samráð við bandalagið og aðildarfélög þess við breytingar á launasamningum við starfsmenn borgarinnar. Bandalagið krefst þess að breytingarnar verði dregnar til baka. 

Félagsmönnum aðildarfélaga BHM sem starfa hjá Reykjavíkurborg og hafa samið um föst laun var nýlega tilkynnt að launafyrirkomulagi þeirra yrði breytt. Fastlaunasamningar yrðu færðir yfir í annað form á grundvelli reglna sem tóku gildi um síðustu áramót og byggja á ákvæði í kjarsamningum BHM-félaganna og Reykjavíkurborgar.

Í bréfi sem formaður BHM hefur sent borgarstjóra kemur fram að samkvæmt bókun í kjarasamningum sé  borgaryfirvöldum skylt að hafa samráð við BHM-félögin um beitingu þessa ákvæðis. Þetta hafi ekki verið gert og er það gagnrýnt í bréfinu. Einnig kemur fram að BHM og aðildarfélögin geri ýmsar athugasemdir við fyrrnefndar reglur og telji að í þeim sé gengið lengra en kjarasamningar heimila.

Í niðurlagi bréfsins segir orðrétt:

Fyrir hönd aðildarfélaga BHM er gerð krafa um að færsla fastlaunasamninga félagsmanna hjá Reykjavíkurborg yfir í önnur laun verði dregin til baka og staðið að málum í samræmi við ákvæði kjarasamninga, þ.e. með kynningu og samtali í samstarfsnefndir aðila. 

Bréf formanns BHM til borgarstjóra

Orlofssjóður BHM niðurgreiðir margvíslega þjónustu fyrir sjóðfélaga árið 2021

Líkt og fram hefur komið hefur stjórn Orlofssjóðs BHM ákveðið að ráðstafa auknu fé í niðurgreiðslur á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum fyrir sjóðfélaga frá því sem verið hefur. Á móti verður dregið úr framboði orlofshúsa og íbúða á sumrin. Niðurgreiðslum á ferðaávísunum, gjafabréfum og kortum verður háttað með eftirfarandi hætti á þessu ári.

Ferðaávísun

Sala á ferðaávísunum hefst fljótlega á orlofsvef BHM og verður tímasetningin auglýst sérstaklega.

 • Fram til þessa hefur sjóðfélögum staðið til boða að kaupa hótelmiða sem gefnir eru út af hótelum og gistiheimilum. Þetta heyrir nú sögunni til því ferðaávísunin verður rafræn og verður hægt að kaupa hana í gegnum orlofsvef BHM.
 • Sjóðfélagi ræður fyrir hversu háa upphæð hann kaupir en ferðaávísunin mun gilda á yfir 50 íslenskum hótelum og gistiheimilum. Til að innleysa ávísunina þarf sjóðfélagi einungis að mæta á hótelið þar sem hann hyggst nýta ferðaávísunina og gefa upp kennitölu sína.
 • Ef handhafi ferðaávísunar vill breyta ferðaáformum sínum, eða ef hótelið er fullbókað þá nótt sem hann hyggst gista, getur hann fyrirhafnarlaust notað ávísunina hjá öðru hóteli.
 • Sjóðfélagar munu geta skoðað þau tilboð sem hótel og gistiheimili gera þeim hverju sinni á orlofsvef BHM.
 • Hægt verður að nota ferðaávísunina til þess að greiða fyrir alla þjónustu á hóteli.
 • Orlofssjóður BHM gerir þá kröfu til hótelanna að betri tilboð fyrir sömu vöru sé ekki að finna annars staðar og að hótelin bjóði sjóðfélögum sín bestu kjör.

Niðurgreiðsla: Orlofssjóður BHM niðurgreiðir ferðaávísanir um 35% eða að hámarki 7.000 kr. á almanaksári. Þannig er niðurgreiðsla af 20.000 kr. ferðaávísun 7.000 kr. en hægt er að kaupa ferðaávísanir fyrir hærri upphæðir án þess að niðurgreiðslu njóti við. Eins er hægt að kaupa ferðaávísanir fyrir lægri fjárhæðir og í mörgum atrennum en 35% niðurgreiðsla reiknast þá á hver kaup þar til 7.000 kr. hámarki er náð.

Punktafrádráttur: Greiddur er 1 punktur fyrir hverjar 1.000 kr. af niðurgreiðslu.

Á árinu 2021 verða niðurgreiddar ferðaávísanir seldar í takmörkuðu upplagi. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að óháð því hvort ferðaávísun er niðurgreidd eða ekki þá er um að ræða inneign á hótelum á mjög góðum kjörum.

Gjafabréf í flug / Icelandair

Er til sölu á orlofsvef BHM

 • Sjóðfélagar geta keypt gjafabréf í flugferð með Icelandair.
 • Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fargjald í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair.
 • Nota má fleiri en eitt gjafabréf við hverja bókun.
 • Hægt er að nota gjafabréfið á hvaða nafn sem er.

Virði gjafabréfs: 25.000 kr.

Verð til sjóðfélaga: 17.500 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa 10 gjafabréf á hverju almanaksári.

Að hámarki verða seld 4.000 gjafabréf í flug hjá Icelandair árið 2021.

Gjafabréf í flug / Air Iceland Connect

Er til sölu á orlofsvef BHM

 • Sjóðfélagar geta keypt inneign í flugferð með Air Iceland Connect.
 • Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fargjald í öllu almennu áætlunarflugi til allra áfangastaða Air Iceland Connect.
 • Nota má fleiri en eitt gjafabréf við hverja bókun.
 • Þú getur notað gjafabréfið á hvaða nafn sem er.

Virði gjafabréfs: 7.500 kr.

Verð til sjóðfélaga: 1.750 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa fimm gjafabréf hverju á almanaksári.

Að hámarki verða seld 1.000 gjafabréf í flug hjá Air Iceland Connect árið 2021.

Gjafabréf í flug / Ernir

Ernir hefur hætt sölu á tilteknum miðum til sjóðfélaga tímabundið vegna Covid-19. Miðanir munu birtast aftur á orlofsvefnum um leið og Ernir leyfa.

 • Sjóðfélagar geta keypt inneign í flugferð með Flugfélaginu Erni á sérstökum kjörum.
 • Gildir sem greiðsla á flugmiða aðra leið fyrir einn til eða frá áfangastað.
 • Gildir eingöngu fyrir félagsmann BHM.

Veiðikortið

Er til sölu á orlofsvef BHM

 • Sjóðfélagar geta keypt Veiðikortið en handhafi þess má veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra.
 • Veiðikortið er keypt í gegnumm orlofsvefinn.
 • Starfsmaður Veiðikortsins setur kortið í póst á næsta virka degi eftir að það er keypt og er það sent á heimilisfang kaupanda.
 • Kortið er ekki afhent í þjónustuveri BHM.
 • Hægt er að hringja á skrifstofu Veiðikortsins strax eftir að kortið er pantað ef þörf er á kortinu samdægurs eða daginn eftir.
 • Vinsamlega kynnið ykkur reglur um notkun Veiðikortsins á vef þess.

Fullt verð: 8.900

Verð til sjóðfélaga: 5.600 kr.

Punktafrádráttur: 2 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa eitt Veiðikort á hverju almanaksári.

Að hámarki verða seld 500 Veiðikort árið 2021.

Útilegukortið

Kemur í sölu seinna á þessu ári og verður það auglýst sérstaklega

 • Sjóðfélagar geta keypt Útilegukortið en það veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á ári.
 • Engin takmörk eru fyrir því hve oft má dvelja á hverju tjaldsvæði upp að fyrrnefndu 28 gistinátta hámarki en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti.
 • Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
 • Vinsamlega kynnið ykkur reglur um notkun Útilegukortsins á vef þess.

Fullt verð: 19.900 kr.

Verð til sjóðfélaga: 12.200 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa eitt Útilegukort á hverju almanaksári.

Að hámarki verða seld 250 Útilegukort árið 2021.

Gjafabréf hjá Útivist

Er til sölu á orlofsvef BHM

 • Sjóðfélagar geta keypt gjafabréf hjá Útivist sem hægt er að nýta sem greiðslu upp í ferðir á vegum Útivistar sem eru auglýstar í ferðaáætlun félagsins og kosta að lágmarki 20.000 kr.
 • Aðeins er hægt að nota eitt gjafabréf í hverja ferð.
 • Nánari upplýsingar má nálgast á vef Útivistar.

Fullt verð: 20.000 kr.

Verð til sjóðfélaga: 11.000 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa þrjú gjafabréf hjá Útivist á hverju á almanaksári.

Að hámarki verða seld 100 gjafabréf hjá Útivist árið 2021.

Gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands (FÍ)

Er til sölu á orlofsvef BHM

Sjóðfélagar geta keypt gjafabréf hjá Ferðafélag Íslands sem hægt að nýta sem greiðslu upp í ferðir á vegum FÍ sem eru auglýstar í ferðaáætlun félagsins.

 • Aðeins er hægt að nota eitt gjafabréf í hverja ferð.
 • Einungis er hægt að nota eitt bréf á mann í sömu ferðinni.
 • Nánari upplýsingar má nálgast á vef Ferðafélags Íslands.

Fullt verð: 20.000 kr.

Verð til sjóðfélaga: 11.000 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Félagsmaður má kaupa tvö gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands á hverju á almanaksári.

Að hámarki verða seld 100 gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands árið 2021.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

 • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
 • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
 • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

 • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
 • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
 • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
 • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur