HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú um 1.700. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Skrifstofa KVH er opin sem hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 9:00-12:00 og 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Efst á baugi


Orlofssjóður BHM niðurgreiðir margvíslega þjónustu fyrir sjóðfélaga árið 2021

Líkt og fram hefur komið hefur stjórn Orlofssjóðs BHM ákveðið að ráðstafa auknu fé í niðurgreiðslur á hótelgistingu, flugfargjöldum, veiðikortum, útilegukortum og ýmsum gjafabréfum fyrir sjóðfélaga frá því sem verið hefur. Á móti verður dregið úr framboði orlofshúsa og íbúða á sumrin. Niðurgreiðslum á ferðaávísunum, gjafabréfum og kortum verður háttað með eftirfarandi hætti á þessu ári.

Ferðaávísun

Sala á ferðaávísunum hefst fljótlega á orlofsvef BHM og verður tímasetningin auglýst sérstaklega.

 • Fram til þessa hefur sjóðfélögum staðið til boða að kaupa hótelmiða sem gefnir eru út af hótelum og gistiheimilum. Þetta heyrir nú sögunni til því ferðaávísunin verður rafræn og verður hægt að kaupa hana í gegnum orlofsvef BHM.
 • Sjóðfélagi ræður fyrir hversu háa upphæð hann kaupir en ferðaávísunin mun gilda á yfir 50 íslenskum hótelum og gistiheimilum. Til að innleysa ávísunina þarf sjóðfélagi einungis að mæta á hótelið þar sem hann hyggst nýta ferðaávísunina og gefa upp kennitölu sína.
 • Ef handhafi ferðaávísunar vill breyta ferðaáformum sínum, eða ef hótelið er fullbókað þá nótt sem hann hyggst gista, getur hann fyrirhafnarlaust notað ávísunina hjá öðru hóteli.
 • Sjóðfélagar munu geta skoðað þau tilboð sem hótel og gistiheimili gera þeim hverju sinni á orlofsvef BHM.
 • Hægt verður að nota ferðaávísunina til þess að greiða fyrir alla þjónustu á hóteli.
 • Orlofssjóður BHM gerir þá kröfu til hótelanna að betri tilboð fyrir sömu vöru sé ekki að finna annars staðar og að hótelin bjóði sjóðfélögum sín bestu kjör.

Niðurgreiðsla: Orlofssjóður BHM niðurgreiðir ferðaávísanir um 35% eða að hámarki 7.000 kr. á almanaksári. Þannig er niðurgreiðsla af 20.000 kr. ferðaávísun 7.000 kr. en hægt er að kaupa ferðaávísanir fyrir hærri upphæðir án þess að niðurgreiðslu njóti við. Eins er hægt að kaupa ferðaávísanir fyrir lægri fjárhæðir og í mörgum atrennum en 35% niðurgreiðsla reiknast þá á hver kaup þar til 7.000 kr. hámarki er náð.

Punktafrádráttur: Greiddur er 1 punktur fyrir hverjar 1.000 kr. af niðurgreiðslu.

Á árinu 2021 verða niðurgreiddar ferðaávísanir seldar í takmörkuðu upplagi. Í þessu samhengi er rétt að taka fram að óháð því hvort ferðaávísun er niðurgreidd eða ekki þá er um að ræða inneign á hótelum á mjög góðum kjörum.

Gjafabréf í flug / Icelandair

Er til sölu á orlofsvef BHM

 • Sjóðfélagar geta keypt gjafabréf í flugferð með Icelandair.
 • Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fargjald í beinu áætlunarflugi til allra áfangastaða Icelandair.
 • Nota má fleiri en eitt gjafabréf við hverja bókun.
 • Hægt er að nota gjafabréfið á hvaða nafn sem er.

Virði gjafabréfs: 25.000 kr.

Verð til sjóðfélaga: 17.500 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa 10 gjafabréf á hverju almanaksári.

Að hámarki verða seld 4.000 gjafabréf í flug hjá Icelandair árið 2021.

Gjafabréf í flug / Air Iceland Connect

Er til sölu á orlofsvef BHM

 • Sjóðfélagar geta keypt inneign í flugferð með Air Iceland Connect.
 • Gjafabréfið gildir sem greiðsla upp í fargjald í öllu almennu áætlunarflugi til allra áfangastaða Air Iceland Connect.
 • Nota má fleiri en eitt gjafabréf við hverja bókun.
 • Þú getur notað gjafabréfið á hvaða nafn sem er.

Virði gjafabréfs: 7.500 kr.

Verð til sjóðfélaga: 1.750 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa fimm gjafabréf hverju á almanaksári.

Að hámarki verða seld 1.000 gjafabréf í flug hjá Air Iceland Connect árið 2021.

Gjafabréf í flug / Ernir

Ernir hefur hætt sölu á tilteknum miðum til sjóðfélaga tímabundið vegna Covid-19. Miðanir munu birtast aftur á orlofsvefnum um leið og Ernir leyfa.

 • Sjóðfélagar geta keypt inneign í flugferð með Flugfélaginu Erni á sérstökum kjörum.
 • Gildir sem greiðsla á flugmiða aðra leið fyrir einn til eða frá áfangastað.
 • Gildir eingöngu fyrir félagsmann BHM.

Veiðikortið

Er til sölu á orlofsvef BHM

 • Sjóðfélagar geta keypt Veiðikortið en handhafi þess má veiða nær ótakmarkað í 34 veiðivötnum víðsvegar um landið sem og tjalda endurgjaldslaust við mörg þeirra.
 • Veiðikortið er keypt í gegnumm orlofsvefinn.
 • Starfsmaður Veiðikortsins setur kortið í póst á næsta virka degi eftir að það er keypt og er það sent á heimilisfang kaupanda.
 • Kortið er ekki afhent í þjónustuveri BHM.
 • Hægt er að hringja á skrifstofu Veiðikortsins strax eftir að kortið er pantað ef þörf er á kortinu samdægurs eða daginn eftir.
 • Vinsamlega kynnið ykkur reglur um notkun Veiðikortsins á vef þess.

Fullt verð: 8.900

Verð til sjóðfélaga: 5.600 kr.

Punktafrádráttur: 2 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa eitt Veiðikort á hverju almanaksári.

Að hámarki verða seld 500 Veiðikort árið 2021.

Útilegukortið

Kemur í sölu seinna á þessu ári og verður það auglýst sérstaklega

 • Sjóðfélagar geta keypt Útilegukortið en það veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á ári.
 • Engin takmörk eru fyrir því hve oft má dvelja á hverju tjaldsvæði upp að fyrrnefndu 28 gistinátta hámarki en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti.
 • Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
 • Vinsamlega kynnið ykkur reglur um notkun Útilegukortsins á vef þess.

Fullt verð: 19.900 kr.

Verð til sjóðfélaga: 12.200 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa eitt Útilegukort á hverju almanaksári.

Að hámarki verða seld 250 Útilegukort árið 2021.

Gjafabréf hjá Útivist

Er til sölu á orlofsvef BHM

 • Sjóðfélagar geta keypt gjafabréf hjá Útivist sem hægt er að nýta sem greiðslu upp í ferðir á vegum Útivistar sem eru auglýstar í ferðaáætlun félagsins og kosta að lágmarki 20.000 kr.
 • Aðeins er hægt að nota eitt gjafabréf í hverja ferð.
 • Nánari upplýsingar má nálgast á vef Útivistar.

Fullt verð: 20.000 kr.

Verð til sjóðfélaga: 11.000 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Sjóðfélagi má kaupa þrjú gjafabréf hjá Útivist á hverju á almanaksári.

Að hámarki verða seld 100 gjafabréf hjá Útivist árið 2021.

Gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands (FÍ)

Er til sölu á orlofsvef BHM

Sjóðfélagar geta keypt gjafabréf hjá Ferðafélag Íslands sem hægt að nýta sem greiðslu upp í ferðir á vegum FÍ sem eru auglýstar í ferðaáætlun félagsins.

 • Aðeins er hægt að nota eitt gjafabréf í hverja ferð.
 • Einungis er hægt að nota eitt bréf á mann í sömu ferðinni.
 • Nánari upplýsingar má nálgast á vef Ferðafélags Íslands.

Fullt verð: 20.000 kr.

Verð til sjóðfélaga: 11.000 kr.

Punktafrádráttur: 5 punktar.

Félagsmaður má kaupa tvö gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands á hverju á almanaksári.

Að hámarki verða seld 100 gjafabréf hjá Ferðafélagi Íslands árið 2021.

Úthlutun úr vísindasjóð KVH

Gert er ráð fyrir að úthlutað sé úr Vísindasjóð KVH um miðjan febrúar 2021.

 

Vísindasjóður KVH

Vísindasjóður KVH, líkt og vísindasjóðir annarra aðildarfélaga BHM, var stofnaður með kjarasamningunum 1989. Í sjóðinn leggur launagreiðandi fram 1,5% af dagvinnulaunum launþega.

Hverjir eiga rétt á úthlutun ?

Allir fullgildir félagar, sem greitt hefur verið fyrir í sjóðinn á hverju almanaksári, og sem taka laun eftir kjarasamningum KVH við Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg, eiga rétt á styrk. Einnig þeir félagsmenn á almennum vinnumarkaði sem samið hafa við vinnuveitanda sinn um greiðslur í sjóðinn.

Félagsmenn sem starfa hjá ríki eiga ekki lengur rétt á úthlutun úr vísindasjóði. Í kjarasamningum KVH og ríkisins 2008 var framlag vinnuveitanda í vísindasjóð aflagt með þeim hætti að launatafla var hækkuð um 2,0%, vegna breytinga á vísindasjóðsframlagi.

Á almenna vinnumarkaðinum er aðild að vísindasjóði valkvæð eins og áður segir og geta félagsmenn samið í ráðningarsamningi við vinnuveitanda um greiðslur í sjóðinn.

Styrkfjárhæð og úthlutunarmánuður

Styrkfjárhæð er miðuð við innborgun í sjóðinn á almanaksári, nú síðast tímabilið 1. janúar 2020 – 31. desember 2020. Úthlutað er úr sjóðnum árlega, í febrúar.

Ekki þarf að sækja sérstaklega um úthlutun úr vísindasjóðnum.

Skattaleg meðferð:

Styrkurinn er forskráður á skattframtal styrkþega og er talinn fram til skatts eins og aðrar tekjur. Gera skal sundurliðaða grein fyrir þeim kostnaði sem framteljandi telur fram á móti styrknum, á sérstöku undirblaði á vefframtali.  Nánari upplýsingar er að finna á vef ríkisskattstjóra, www.rsk.is

Vinnutími háskólafólks og skrifstofufólks samræmdur á almennum vinnumarkaði

Samkomulag var gert um breytingu á kjarasamningi SA og nokkurra aðildarfélaga BHM fyrr í dag. Með breytingunum eru vinnutímaákvæði kjarasamningsins aðlöguð að vinnutímaákvæðum kjarasamninga skrifstofufólks á almennum vinnumarkaði en í framkvæmd hefur dagvinnutími víða verið samræmdur milli þeirra starfsmanna sem starfa eftir kjarasamningi þessum og þeirra sem starfa eftir kjarasamningum skrifstofufólks.

Vinnutímastytting kemur einungis til framkvæmda þar sem virkur vinnutími (sá tími sem starfsmaður er við störf) er lengri en 35,5 stundir að jafnaði á viku. Neysluhlé og önnur hlé frá vinnu vegna ýmiss konar persónulegra erinda teljast ekki til virks vinnutíma í þessu sambandi. Vinnutímastyttingin á að koma til framkvæmda, þar sem við á, eigi síðar en 1. mars nk.

Margir stjórnendur og sérfræðingar hafa alla jafna töluvert svigrúm til að skipuleggja vinnutíma sinn og eru fyrst og fremst ráðnir til að sinna tilteknum verkefnum og fá fyrir það föst mánaðarlaun. Yfirvinna er oft innifalin í mánaðarlaunum og/eða vinnutími sveigjanlegur. Rétt er að samtal eigi sér stað þar sem svo háttar til um bætta nýtingu vinnutíma gegn styttri viðveru svo samræma megi betur atvinnu- og fjölskyldulíf.

Eftirtalin sátu í viðræðunefnd félaganna:

 

Maríanna H. Helgadóttir, formaður

Guðfinnur Þór Newman, varaformaður

Júlíana Guðmundsdóttir, lögfræðingur

 

Með nefndinni starfaði hagfræðingur BHM, Vilhjálmur Hilmarsson.

 

Aðildarfélög innan BHM sem eiga aðild að þessum samningi eru:

 

Dýralæknafélag Íslands

Félag íslenskra félagsvísindamanna

Félags íslenskra náttúrufræðinga

Félag lífeindafræðinga

Félag sjúkraþjálfara

Félagsráðgjafafélag Íslands

Fræðagarður

Iðjuþjálfafélag Íslands

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Ljósmæðrafélag Íslands

Sálfræðingafélag Íslands

Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga

Stéttarfélag lögfræðinga

Þroskaþjálfafélag Íslands

 

Frekari kynning verður á samningnum í janúar.

Rekstur smáfyrirtækja – fyrirlestur í streymi

Haldinn verður fyrirlestur í streymi á streymisveitu BHM þriðjudaginn 12. janúar kl. 13:00. Fyrirlesturinn verður aðgengilegur í fimm daga í kjölfarið á fræðslusíðu BHM, hér: Fræðsla fyrir félagsmenn*.

 

Guðrún Björg Bragadóttir frá viðskipta- og skattasviði KPMG mun halda fyrirlestur um ýmis mál tengd bókhaldi fyrir einstaklinga sem eru í rekstri á eigin kennitölu eða hafa stofnað einkahlutafélag.

 

Meðal þess sem hún fara yfir er:

 • Munurinn á sjálfstætt starfandi og launþega
 • Reiknað endurgjald
 • Skil opinbera gjalda
 • Skil launatengdra gagna
 • Lífeyrissjóður og heimildir til að greiða umfram hlutfall af reiknuðu endurgjaldi
 • Stéttarfélög og sjóðir

 

*Athugið að fyrir neðan innskráningardálkana á hlekknum  Fræðsla fyrir félagsmenn eru tveir hlekkir: Nýskráning og Gleymt lykilorð – fyrir þau sem eru að skrá sig inn í fyrsta sinn eða hafa gleymt lykilorðinu.

 

Guðrún Björg Bragadóttir er sérfræðingur í viðskipta- og skattamálum hjá KPMG, hún er með Cand. Oecon próf frá  Háskóla Íslands og meistarapróf í skattamálum frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

 • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
 • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
 • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
 • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

 • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
 • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
 • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
 • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur