HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Desemberuppbót árið 2021

Við hvetjum félagsmenn okkar til að skoða launaseðla sína um næstu mánaðarmót.

Desemberuppbót árið 2021 hjá okkar helstu samningsaðilum er sem hér segir:

  • Ríki – 96.000 kr
  • Reykjavíkurborg – 106.100 kr.
  • Sveitarfélög – 121.700 kr.
  • Almennur markaður – 96.000 kr.

Stofnanasamningur undirritaður við Fiskistofu

Þann 9. nóvember 2021 var undirritaður stofnanasamningur milli KVH og Fiskistofu. Stofnanasamningurinn tók gildi 1.10.2021 og má finna samninginn á vefsvæði félagsins undir stofnanasamningar en tengil á samninginn má finna hér.

KVH vill þakka samningsaðilum fyrir samstarfið.

Næstu viðburðir á vegum BHM

Í þessari viku verður opnað fyrir skráningar á neðangreinda viðburði.

Skráning á námskeiðið Grænir leiðtogar hefst miðvikudaginn 10. nóvember kl. 12:00, smelltu hér til að skrá þig.

 

Grænir leiðtogar – innleiðing grænna skrefa
Námskeið endurtekið vegna vinsælda og verður haldið mánudaginn 22. nóv. kl. 13:00-16:00

 

Á fjölmörgum stofnunum og starfsstöðvum ríkis og borgar eru að verða til nýir leiðtogar í umhverfismálum, það er starfsfólkið sem heldur utanum innleiðingu Grænna skrefa á sínum vinnustað. Á námskeiðinu verður farið yfir hvað það þýðir að vera leiðtogi í umhverfismálum, hvaða máli það skiptir fyrir ríki, borg og samfélagið í heild að hafa leiðtoga í umhverfismálum.

Námskeiðið verður haldið mánudaginn 22. nóvember kl. 13:00-16:00 á Teams.

 

Ávinningur þátttakenda:

  • Aukinn skilningur á þeim umhverfisvanda sem heimurinn á við í dag og á þeim lausnum sem verið er að innleiða á alþjóðavettvangi og á Íslandi
  • Skilningur á tilgangi Grænna skrefa og hvernig þau hafa áhrif á stóru myndina
  • Öryggi í leiðandi hlutverki á vinnustaðnum við innleiðingu Grænna skrefa
  • Skýrari sýn á hvernig leiðtogi þátttakandi vill vera

 

Leiðbeinandi er Snjólaug Ólafsdóttir doktor í umhverfisverkfræði, hún starfar sem verkefnastjóri í sjálfbærni og sjálfbærni markþjálfi hjá EY á Íslandi.

 

Vinsamlegast athugið að sæti á námskeiðið eru takmörkuð, síðasta námskeið fylltist fljótt og hefst skráning miðvikudaginn 10. nóvember kl. 12:00 í viðburðadagatali BHM. Smelltu hér til að skrá þig.

 

Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn um Skrif fyrir vefinn.

 

Skrif fyrir vefinn

Fimmtudaginn 25. nóvember kl. 13:00-14:00 á Teams

Fyrirlestur ætlaður þeim sem skrifa fyrir vefi og þurfa að skrifa aðgengilegan texta sem nær til fólks.

Talað verður um rödd og tón, notendamiðaðan og auðlæsan texta auk þess sem fjallað verður um aðgengismál.

 

Berglind Ósk Bergsdóttir hefur starfað sem notendamiðaður textasmiður síðan 2018 en starfaði áður sem framenda- og app forritari hjá Kolibri, QuizUp og gogoyoko.

Fyrirlesturinn verður haldinn með fjarfundabúnaði á Teams. Smelltu hér til að skrá þig.

Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.

Jafnrétti og framkoma og ræðumennska

BHM kynnir næstu þrjá viðburði á fræðsludagskrá BHM og minnum á að allir viðburðir á fræðsludagskrá eru félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu.

 

Smelltu hér til að kynna þér alla viðburði á fræðsludagskránni fram að jólum.

Smelltu hér til að taka sjálfsprófið um hlutdrægni

Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn.

Ómeðvituð hlutdrægni á vinnustöðum

Miðvikudaginn 3. nóvember kl. 13:00-14:00 á Teams

Ómeðvituð hlutdrægni og áhrif hennar á dagleg samskipti á vinnustöðum er fyrir öll sem hafa áhuga á samskiptum á vinnustöðum og bættri samskipta- og fyrirtækjamenningu.

Til að fá sem mest út úr fyrirlestrinum eru þátttakendur hvattir til að taka próf um ómeðvitaða hlutdrægni á vef Harvard háskóla. sjá slóð hér fyrir neðan.  Sérstaklega er mælt með Gender-Science og Gender-Career, en önnur próf, s.s. weight, race og disability eru einnig mjög áhugaverð.

Sóley Tómasdóttir er kynja- og fjölbreytileikasérfræðingur hjá Just Consulting , en hún byggir fyrirlestra sína á langri og fjölbreyttri reynslu af jafnréttisstarfi í bland við rannsóknir á þessu sviði.

Fyrirlesturinn verður haldinn á Teams og er skráning nauðsynleg til að taka þátt.

Smelltu hér til að taka sjálfsprófið um hlutdrægni

Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn.

 

Smelltu hér til að skrá þig á fyrirlesturinn um Jafnrétti á vinnustað.

Jafnrétti á vinnustað

  1. nóvember kl. 13:00-13:30 á Teams

Andri Valur Ívarsson, lögmaður BHM, fer yfir það hvað launaleynd og launajafnrétti þýðir skv. lögum.

Hann fer einnig yfir hverjar skyldur atvinnurekenda eru í þeim skilningi og lög um launaupplýsingar. Að fyrirlestri loknum verður hægt að spyrja spurninga.

Fyrirlesturinn er félagsmönnum aðildarfélaga BHM að kostnaðarlausu. Smellið hér til að skrá ykkur á fyrirlesturinn.

Upptaka af fyrirlestrinum verður aðgengileg á lokaðri námskeiðasíðu BHM og á Youtube rás BHM.

 

Smelltu hér til að skrá þig á námskeið í Framkomu og ræðumennsku

 

Framkoma og ræðumennska – grunnnámskeið

Fimmtudaginn 11. nóvember kl. 13:00 – 17:00 í Borgartúni 6

Stígðu inn í styrkinn þinn og lærðu að hafa áhrif!
Á þessu skemmtilega og praktíska námskeiði færð þú æfingu í grunnatriðum sem efla þig í ræðumennsku; að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn.

Þú lærir einfalda og markvissa uppbyggingu á ræðum og kynningum sem auðveldar þér að komast að kjarna málsins. Þannig verður tilgangur ræðunnar skýr og hún skilar þeim árangri sem þú vilt ná.

Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af m.a. skipulagningu viðburða og þjálfun fólks og hafa námskeið hennar notið vinsælda um árabil.

Takmarkað pláss er á námskeiðið og hefst skráning á það föstudaginn 29. október kl. 12:00. Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið.

Athugið að þetta er staðnámskeið og verður haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt, upptaka verður því ekki aðgengileg síðar. 

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur