HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú um 1.700. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Skrifstofa KVH er opin sem hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 9:00-12:00 og 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Efst á baugi


Aðalfundur KVH

Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn fimmtudaginn 21. mars 2019, kl. 12:00 – 13:30, í aðalfundarsal BHM að Borgartúni 6, 4. hæð.

Dagskrá:

 • Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
 • Reikningar félagsins
 • Skýrslur og tillögur nefnda
 • Tillögur félagsstjórnar
 • Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
 • Lagabreytingar
 • Ákvörðun félagsgjalda
 • Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
 • Önnur mál

Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa þrjá aðalmenn til stjórnarsetu í 2 ár, þ.e. formann, gjaldkera og meðstjórnanda. Einnig þarf að kjósa meðstjórnanda til eins árs þar sem meðstjórnandi, sem kjörinn var í stjórn 2017, fór úr stjórn í ágúst 2018. Að auki skal kjósa þrjá varamenn í stjórn til eins árs. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til þessara embætta:

 

 • Til formanns:  Ársæll Baldursson (sjálfkjörinn)
 • Til gjaldkera: Helga Sigurðardóttir og Sæmundur Árni Hermannsson. Kosning.
 • Til meðstjórnanda (til 2. ára): Stefán Björnsson og Helgi Þór Jónasson. Kosning.
 • Til meðstjórnanda (til 1. árs): Sæmundur Árni Hermannsson.
 • Til varastjórnar: Birgir Guðjónsson; Björn Bjarnason; Hjálmar Kjartansson og Tjörvi Guðjónsson. Kosning.

Námskeið: Forðumst kulnun og eflum árangursríkan og heilbrigðan starfsferil

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja námskeið 2. apríl um leiðir til að stjórna streitu og nýta hana til árangurs, forðast kulnun og ,,blómstra” í starfi. Námskeiðið fer fram í Ásbrú, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6 milli kl. 9:00 og 12:30. Leiðbeinandi er Ragnheiður Aradóttir.

 • Staðsetning: BHM – Borgartún 6
 • Tími: 2.apríl kl. 09:00 – 12:30

Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gildir reglan ,,fyrst koma, fyrst fá“. Skráning hér.

Á námskeiðinu verður fjallað um:

 • Hvað kulnun er og hvað hún er ekki
 • Leiðir til að forðast kulnun
 • Hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs
 • Hvað er átt við með hugtakinu „að blómstra“ úr jákvæðu sálfræðinni?
 • Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt“ að huga að og rækta eigin velferð og hvaða leiðir eru færar til þess
 • Hvernig eigi að skilja eigin ábyrgð og læra að taka stjórn á aðstæðum
 • Hvernig eigi að snúa ósigrum í sigra og „blómstra“ í starfi
 • Leiðir til að ná árangri í starfi

Námskeið fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM um leiðir til að forðast kulnun og „blómstra“ í starfi

BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga að sækja námskeið 19. mars um leiðir til að stjórna streitu og nýta hana til árangurs, forðast kulnun og „blómstra“ í starfi. Námskeiðið fer fram í Ási, fundarsal BHM á 4. hæð í Borgartúni 6, milli kl. 9:00 og 12:30.

Námskeiðið er félagsmönnum að endurgjaldslausu en skrá þarf þátttöku fyrirfram hér. Vinsamlegast athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður og því gildir reglan ,,fyrst koma, fyrst fá“.

Leiðbeinandi á námskeiðinu er Ragnheiður Aradóttir. Á námskeiðinu verður fjallað um:

 • Hvað kulnun er og hvað hún er ekki
 • Leiðir til að forðast kulnun
 • Hvernig stjórna má streitu og nýta hana til árangurs
 • Hvað átt er við með hugtakinu „að blómstra“ úr jákvæðu sálfræðinni
 • Hvers vegna er „lífsnauðsynlegt“ að huga að og rækta eigin velferð og hvaða leiðir eru færar til þess
 • Hvernig eigi að skilja eigin ábyrgð og læra að taka stjórn á aðstæðum
 • Hvernig eigi að snúa ósigrum í sigra og „blómstra“ í starfi
 • Leiðir til að ná árangri í starfi

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

 • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
 • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
 • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
 • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

 • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
 • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
 • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
 • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur