HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Stofnun þjónustuskrifstofu með SL og FHSS

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH), Stéttarfélag lögfræðinga (SL) og Félag háskóla-menntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS) hafa sameinast um rekstur nýrrar þjónustuskrifstofu fyrir félagsfólk frá og með næstu áramótum.
Þar sem hagsmunir félagsfólks þessara félaga liggur yfirleitt saman mun samvinna þeirra skapa tækifæri til að þjónusta félagsfólk enn betur. Samtals eru þessi þrjú félög með yfir 4.000 félaga, sem vinna bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera.

Formenn KVH, SL og FHSS

Fyrirlestur um lífeyrismál og starfslok 23. nóvember kl. 16-17:30

Fyrirlestur um lífeyrismál og starfslok 23. nóvember kl. 16-17:30

Í samstarfi við Félag viðskipta- og hagfræðinga bjóðum við félagsfólki KVH að skrá sig á fyrirlestur um lífeyrismál og starfslok með Birni Berg.

Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu á fjámálamarkaði þar sem hann stýrði meðal annars greiningardeild og fræðslumálum Íslandsbanka. Hann hefur haldið yfir 300 fyrirlestra um lífeyrismál og er höfundur bókarinnar Peningar.

Þátttakendur öðlast betri yfirsýn yfir réttindi sín og þá valkosti sem í boði eru. Bætt þekking dregur úr líkum á kostnaðarsömum mistökum og gefur færi á að hámarka virði lífeyris og réttinda.

Um er að ræða 90 mínútna örnámskeið þar sem er vandlega farið yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi fjármál við starfslok.

Viðburðurinn hentar einkum félagsfólki yfir 55 ára aldur sem vill bæta þekkingu sína á lífeyrismálum sem og þeim sem aðstoða nákomna lífeyrisþega.

Skráning á fyrirlestur.

23. nóvember

Borgartúni 6, 4. hæð.

16:00-17:30

Kjarasamningur KVH við Reykjavikur

Atkvæðagreiðslu um Kjarasamning KVH við Reykjavíkurborg lauk kl. 12:00 19. júlí. Samningurinn var samþykktur með 96% greiddra atkvæðra.
Um 46% félagsmanna greiddu atkvæði um samninginn.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur