Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH), Stéttarfélag lögfræðinga (SL) og Félag háskóla-menntaðra starfsmanna stjórnarráðsins (FHSS) hafa sameinast um rekstur nýrrar þjónustuskrifstofu fyrir félagsfólk frá og með næstu áramótum.
Þar sem hagsmunir félagsfólks þessara félaga liggur yfirleitt saman mun samvinna þeirra skapa tækifæri til að þjónusta félagsfólk enn betur. Samtals eru þessi þrjú félög með yfir 4.000 félaga, sem vinna bæði á almennum markaði og hjá hinu opinbera.

Formenn KVH, SL og FHSS

Share This