Aðalfundur Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) verður haldinn þriðjudaginn 26. mars 2023, kl. 16:15 – 17:30, í fundasal á 4 hæð í Borgartúni 6.
Dagskrá:
• Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári
• Reikningar félagsins
• Skýrslur og tillögur nefnda
• Tillögur félagsstjórnar
• Kosning í embætti stjórnar og önnur trúnaðarstörf
• Lagabreytingar
• Ákvörðun félagsgjalda
• Fjárhagsáætlun og fjárfestingastefna félagsins
• Önnur mál

Kosningar: Á þessum aðalfundi skal skv. lögum félagsins kjósa um embætti ritara og meðstjórnenda til tveggja ára auk þriggja varamanna til eins árs. Einnig þarf að kjósa skoðunarmenn reikninga. Eftirtaldir hafa gefið kost á sér með lögmætum fyrirvara til eftirfarandi embætta:

• Til ritara: Sigríður Svavarsdóttir og Hans Benjamínsson
• Til meðstjórnenda: Ingólfur Sveinsson og Hans Benjamínsson

Varamaður: Gunnar Alexander Ólafsson.
Varamaður: Guðmundur Björnsson
Varamaður: Hans Benjamínsson (ef hann verður ekki kosinn í aðalstjórn).

Share This