Aðalfundur BHM verður haldinn 17. maí n.k. Athygli félagsmanna KVH er vakin á því að dagskrá aðalfundar BHM er opin frá kl.9:00-12:00.  Með erindi verða þau Rasmus Conradsen, frá Akademikerne í Danmörku sem kynnir Videnpilot” verkefnið og árangur þess og Ragna Árnadóttir, formaður samráðsvettvangsins og aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar sem fjallar um Samráðsvettvang um aukna hagsæld á Íslandi. Auk þess mun Ævar Þórólfsson, sérfræðingur hjá Maskínu fjallar um Kjarakönnun BHM.  Fundurinn verður haldinn í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð.  Nánari upplýsingar um fundinn og dagskrá hans er að finna á heimasíðu BHM.

Share This