Aðalfundur KVH var haldinn föstudaginn 22. mars s.l.  Auk venjulegra aðalfundastarfa, svo sem skýrslu stjórnar, framlagningu ársreikninga KVH og Vísindasjóðs KVH vegna 2012 og fjárhagsáætlunar 2013, var ný stjórn kjörin.

Fjórir fráfarandi stjórnarmenn gáfu kost á sér til áframhaldandi starfa og voru þeir allir kosnir: Birgir Guðjónsson, formaður, Ársæll Baldursson, gjaldkeri, Helga Sigurðadóttir og Helgi Þór Jónasson, meðstjórnendur.  Ragnheiður Ragnarsdóttir  var kosin ritari í stað Sigríðar Svavarsdóttur, sem gaf ekki  kost á sér í aðalstjórn.   Í varastjórn voru kosin þau Björn Bjarnason, Hjálmar Kjartansson og Sigríður Svavarsdóttir.  Þá voru Jóngeir Hlinason og Halla Sigurðardóttir endurkjörin skoðunarmenn reikninga.  Gögn frá aðalfundi verða birt fljótlega á vefsíðu KVH.

 

Share This