HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Vísitala launa 2012

Samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands hækkuðu laun á íslenskum vinnumarkaði um 7,4% milli áranna 2011 og 2012, miðað við ársmeðaltal  vísitölu launa.  Þá hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 7,8% að meðaltali, en laun opinberra starfsmanna um 6,6%.

Í kjarasamningum aðila vinnumarkaðarins frá árinu 2011 var kveðið á um hækkun launa um 3,5% á fyrsta ársfjórðungi 2012.  Í sömu samningum var kveðið á um 50.000 króna eingreiðslu sem kom til hækkunar á vísitölu launa á öðrum ársfjórðungi 2011.  Áhrif vegna eingreiðslu, orlofs- og desemberuppbótar gætir í vísitölu launa árið 2012.

Vísitala launa endurspeglar þróun reglulegra launa og er gefin út ársfjórðungslega.  Þetta og fleira má lesa um í Hagtíðindum, Hagstofu Íslands, nánar tiltekið undir Laun, tekjur og vinnumarkaður.

Félagsmenn KVH og sjóðir BHM

Fróðlegt er að skoða fjölda umsókna félagsmanna KVH í hina ýmsu sjóði BHM á árinu 2012 og styrkveitingar til þeirra.  Dæmi:   Alls komu 676 umsóknir frá KVH-félögum í Styrktarsjóð BHM og var úthlutað vegna þeirra rúmlega 21,3  mkr eða um 7,6% af heildarúthlutun sjóðsins.   Þá sóttu 185 félagar í KVH í Sjúkrasjóð BHM og fengu úthlutað um 6,2 mkr sem var um 10,5% af heildarúthlutun sjóðsins.  Alls 100 félagar í KVH sóttu um í Starfsmenntunarsjóð BHM og var úthlutað um 7,5 mkr til þeirra eða um 7,3% af heilarúthlutun sjóðsins.  Níu félagsmenn sóttu um styrki til Starfsþróunarseturs BHM og fengu úthlutað samtals 1,9 mkr (og var það vegna umsókna frá 2011).  Þá sóttu alls 282 félagsmenn um ýmsa orlofskosti, einkum orlofshús en 243 af þeim hópi  fengu úthlutað orlofshúsi.

Launaupplýsingar og efnahagsforsendur

Í júní mánuði undirrituðu heildarsamtök launafólks og vinnuveitenda ásamt stjórnvöldum samkomulag er felur í sér að sett verður á stofn samstarfsnefnd um launaupplýsingar og efnahagsforsendur kjarasamninga. Markmiðið er að bæta þekkingu og vinnubrögð við undirbúning kjarasamninga og auka skilvirkni við gerð þeirra.  Samstarf verður haft við Hagstofu Íslands, fjármála- og efnahagsráðuneytið, Seðlabankann og aðra eftir atvikum.  Fulltrúi BHM í nefndinni er Guðlaug Kristjánsdóttir, formaður BHM

Starfsreglur Styrktarsjóðs BHM

Frá 1. júlí s.l. breyttust starfsreglur Styrktarsjóðs BHM lítilsháttar þannig að í grein 4.a var felld út setning þess efnis að sjúkradagpeningar greiðist ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.

Megin atriðið er eftir sem áður að sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga í allt að 9 mánuði samanlagt vegna veikinda eða slysa sjóðfélaga, þegar veikindarétti samkvæmt kjarasamningum sleppir. Félagsmenn KVH eru hvattir til að kynna sér reglur Styrktarsjóðsins, en hann veitir margskonar styrki er tengjast heilbrigði og vellíðan félagsmanna.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur