Orlofssjóður minnir þá félagsmenn sem fengu synjun eða hafa ekki bókað sumarhús í sumar að á morgun, 23. apríl,  rennur út forgangur á bókunum fyrir þá sem fengu synjun við sumarúthlutun. Enn er eitthvað af lausum vikum eftir.  Aðeins er leyfilegt að leigja eina viku í forgangi.

Bókun fer fram á bókunarvefnum: https://secure.bhm.is/orlofsvefur/Account/Login. Þar þarf að slá inn kennitölu og veflykil.  Þegar komið er inn á Bókunarvefinn skal velja „laust“ og svo það landsvæði sem hentar.  Bókað er með því að smella á dagana og greitt með kreditkorti.

Þann 24 apríl kl. 15. geta svo allir félagsmenn BHM aðildarfélaga bókað. Frá þeim tíma er líka hægt að bóka vikurnar 7-14/6 og 23-30/8 á flestum svæðum. Nánari upplýsingar gefur Margét Þórisdóttir, fulltrúi Orlofssjóðs (s: 595 5112).

Share This