HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú rúmlega 1.500. Um helmingur þeirra starfar á almennum vinnumarkaði en tæplega helmingur hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Efst á baugi


AÐALFUNDI KVH FRESTAÐ VEGNA SAMKOMUBANNS

Aðalfundi KVH sem halda átti 25. mars nk. er frestað vegna neyðarstigs Almannavarna og samkomubanns heilbrigðisráðherra næstu vikurnar. Boðað verður til nýs fundar með hæfilegum fyrirvara um leið og aðstæður breytast.

Staða kjarasamningsviðræðna

Kjarasamningar við ríki, Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög hafa verið lausir frá 31.mars 2019 en sá dráttur sem orðið hefur á nýjum kjarasamningum er með öllu óásættanlegur.

 

Kjarasamningsviðræður gagnvart Reykjavíkurborg og Sambandi íslenskra sveitarfélaga hafa raunverulega verið í biðstöðu vegna kjaraviðræðna við ríkið. Sú biðstaða er ekki að ósk KVH heldur viðsemjenda okkar.

KVH er í samfloti 11 aðildarfélaga innan BHM í kjaraviðræðum við ríkið en fjögurra manna viðræðunefnd leiðir viðræðurnrar. Fulltrúi KVH er í viðræðunefndinni og samninganefnd KVH er upplýst eftir hvern einasta fund um stöðu allra mála sem til umræðu eru.

Skemmst er frá því að segja að þrátt fyrir að hafa fundað um 50 sinnum með samninganefnd ríkisins (SNR) hefur lítið þokað áfram. Margir þættir hafa áhrif á stöðu mála eins og lífskjarasamningurinn svokallaði sem inniber lágar krónutöluhækkanir. Það eitt og sér hefur haft mestu áhrifin á hversu lengi ferlið hefur staðið yfir sem telst sérstakt í ljósi þess að við vorum aldrei kölluð að borðinu þegar samkomulag á almennum vinnumarkaði var gert. Annað sem skiptir líka verulegu máli er að í upphafi kjaraviðræðna kom í ljós að fulltrúar vinnuveitenda á opinberum markaði komu mjög illa undirbúnir til viðræðna. Og í tilviki SNR hafa fulltrúar þeirra ítrekað fund eftir fund komið óundirbúin án þess að hafa unnið sína heimavinnu sem eru vinnubrögð án fordæma. T.a.m. þurfti nokkurra mánaða umræðu um vinnutímastyttinguna til þess að koma því verkefni af stað því upphaflegar hugmyndir viðsemjenda okkar var að geyma allar útfærslur þar til á seinni hluta kjarasamningstímabilsins. Jafnframt hefur viðræðunefnd BHM- 11 átt fullt í fangi með að verjast einbeittum vilja viðsemjenda við að skerða áður áunnin réttinda okkar félagsmanna.

Það sem hefur þó áunnist er samkomulag um útfærslu vinnutíma í dagvinnu sem er jákvætt. Launaliðurinn er hins vegar ókláraður enda hafa félagsmenn okkar hafnað því að gengið verði að kjarasamning þar sem ekki hægt er að tryggja kaupmáttaraukningu á samningstímabilinu.

 

Staðan er mjög flókin en viðræðunefnd BHM-11 hefur margítrekað óskað eftir að gerður verði skammtímasamningur á meðan unnið er að útfærslu mála auk þess sem við teljum stuttan samning skynsamlega í ljósi núverandi óvissu í efnahagsumhverfinu.

Ómissandi en samningslaus í skugga kórónaveirunnar!

Yfirlýsing frá ellefu aðildarfélögum BHM

Ellefu aðildarfélög BHM hafa sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu:

Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðis-starfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar (COVID-19) að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Þessum tilmælum er m.a. beint til margra félagsmanna eftirtalinna ellefu aðildarfélaga BHM sem starfa innan heilbrigðiskerfisins og á öðrum mikilvægum stofnunum ríkisins.

Að mati félaganna sýna tilmælin glögglega hve mikilvægir umræddir starfsmenn eru íslensku samfélagi. Það skýtur því skökku við að nú er næstum liðið heilt ár frá því að kjarasamningar félaganna við ríkið losnuðu og enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár.

Félögin ellefu furða sig á því hve lítinn samningsvilja ríkisvaldið hefur sýnt í viðræðunum til þessa. Þau krefjast þess að fá raunverulegt samtal við viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra.

BHM-félögin ellefu eru:

Dýralæknafélag Íslands

Félag geislafræðinga

Félag íslenskra hljómlistarmanna

Félag íslenskra náttúrufræðinga

Félag lífeindafræðinga

Félagsráðgjafafélag Íslands

Iðjuþjálfafélag Íslands

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Ljósmæðrafélag Íslands

Sálfræðingafélag Íslands

Þroskaþjálfafélag Íslands

Áríðandi frétt til félagsmanna KVH sem fengu greitt úr Vísindasjóð KVH fyrir árið 2019

Vegna bilunar í kerfi félagsins fóru rangar upplýsingar inn til Skattsins. Ef þú fékkst greitt úr Vísindasjóð KVH fyrir árið 2019 og þú opnaðir framtalið í gær, sunnudaginn 1. mars, þá biðjum við þig að hafa sérstaklega samband við okkur. Þar sem greiðslan úr Vísindasjóð KVH virðist ekki hafa farið inn á framtalið fyrir árið 2019 þarf að færa hana handvirkt inn í lið 2.3. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum.

Kennitala Vísindasjóðs KVH er 650291-2129

Ef einhverjar frekari upplýsingar eða aðstoð vantar ekki hika við að hafa samband í síma 595-5140 eða senda tölvupóst á kvh@bhm.is

Síða 7 af 73« Fyrsta...56789...203040...Síðasta »

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis
  • Styrkir til gleraugnakaupa og heilsuræktarstyrkur m.m.
Sækja um

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur
Sækja um