Hér að neðan má sjá auglýsingar fyrir næstu viðburði á vegum BHM og fyrirtækjaskóla Akademias sem félagsmönnum býðst að skrá sig í sér að kostnaðarlausu.

Á þessum hlekk má líka sjá yfirlit yfir næstu viðburði sem BHM býður upp á og skrá sig á það sem vekur áhuga.

Smelltu hér til að skrá þig á Hlutverk stjórnenda í breyttu umhverfi.

 

Hlutverk stjórnenda í breyttu umhverfi

 

Að mörgu að er hyggja þegar kemur að hlutverki stjórnenda í fjarvinnuumhverfi. Það er sem dæmi meiri áskorun að halda utan um starfsfólk og stjórna því og verkefnum í fjarvinnu en þegar unnið er á sama stað. Fjarvinna innifelur þá miklu breytingu fyrir stjórnendur að áherslan er á árangur en minna á viðveru eða verklag.

 

Meðal þess sem verður tekið fyrir er:

  • Kostir og áskoranir fjarvinnu
  • Að halda sameiginlegum takti í fjarvinnuumhverfi
  • Að ræða mál, rökræða og gagnrýna
  • Að skapa gagnkvæmt traust og aðhald

 

Þriðjudaginn 22. febrúar kl. 13.00-16:00 á Teams

Leiðbeinandi: Eyþór Eðvarðsson, stjórnendaþjálfari og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun, M.A. í vinnusálfræði.

Námskeiðið verður tekið upp og gert aðgengilegt á Námskeiðasíðu BHM í viku í kjölfarið.

Smelltu hér til að skrá þig á Ráðstefnustjórn og tækifærisræður – ATH. að það eru aðeins örfá sæti laus þegar þessi auglýsing er send.

 

Ráðstefnustjórn og tækifærisræður

miðvikudaginn 23. febrúar kl. 13:00-17:00 í Borgartúni 6

Öflugt námskeið til að auka sjálfstraust þitt í að standa fyrir framan stóran hóp af fólki og halda utan um fundi og ráðstefnur. Þú færð æfingu í grunnatriðum sem efla þig í framkomu; að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn.

Einnig tæknilega æfingu í hvernig þú ferð á svið – tengir við fundargesti og heldur athygli og hefur áhrif.

 

Athugli er vakin á því að takmarkað pláss er á námskeiðið, skráning er hafin og nokkur sæti enn laus.

Námskeiðið er staðnámskeið og verður haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt. Það verður ekki tekið upp.

Smelltu hér til að skrá þig á námskeiðið

Smelltu hér til að skoða framboðið af námskeiðum og skrá þig í fyrirtækjaskólann.

 

Við minnum á fyrirtækjaskóla Akademias
– aðgangur er félagsmönnum að kostnaðarlausu

 

BHM hefur samið við fræðslufyrirtækið Akademias um aðgang að rafrænum fyrirtækjaskóla þess fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM.

Það hefur verið stefna BHM út frá fjórðu iðnbyltingunni að auka rafræna fræðslu til félagsmanna og bjóða upp á vandaða rafræna fræðslu.

Innifalið í samningnum er aðgangur að 39 rafrænum námskeiðum sem nú eru á vef Akademias auk annarra námskeiða sem bætast við hjá þeim á árinu.

 

Smelltu hér til að skoða framboðið af námskeiðum og skrá þig í fyrirtækjaskólann.

 

Share This