Þann 1. febrúar 2022 var gengið frá samkomulagi við samninganefnd sveitarfélaga um útfærslu á bókun 3 í kjarasamningi SNS og KVH frá árinu 2020. Samkomulagið felur í sér hækkun á grunnröðun ásamt fækkun starfaflokka. Samkomulagið gildir frá 1. febrúar 2022. Bókun 3 má sjá hér að neðan:

Aðilar eru sammála um að verja allt að 1,5% til að ljúka endurskoðun starfaskilgreininga og launaröðunar, samkvæmt bókun 3 með kjarasamningi frá 2014. Í þeim kostnaði felast þær breytingar sem gerðar hafa verið á röðun starfsheita skv. sérákvæði I í þessum samningi og gilda frá 1. apríl 2016, ásamt viðbótarbreytingum sem aðilar munu ná samkomulagi um og gilda frá 1. júní 2018.

Share This