HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Næstu viðburðir á Fræðsludagskrá BHM

Við hvetjum ykkur til að líta á næstu viðburði á Fræðsludagskrá BHM.

Meðvirkni á vinnustöðum

Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence fer yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og svo verða kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.

Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar.

Þriðjudaginn 8. mars kl. 13:00-14:00 á 4. hæð í Borgartúni 6
Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Teams, smelltu hér til að skrá þig.

Vinsamlegast athugið að fyrirlesturinn verður ekki tekinn upp
og því ekki hægt að horfa á hann síðar.

Framkoma og ræðumennska

Mánudaginn 14. mars kl. 13:00-17:00 í Borgartúni 6, 4. hæð

Stígðu inn í styrkinn þinn og lærðu að hafa áhrif á þessu skemmtilegt og praktíska námskeiði. Þar færð þú æfingu í grunnatriðum sem efla þig í ræðumennsku; að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn.

Þú lærir einfalda og markvissa uppbyggingu á ræðum og kynningum sem auðveldar þér að komast að kjarna málsins.

Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af m.a. skipulagningu viðburða og þjálfun fólks og hafa námskeið hennar notið vinsælda um árabil.

Athugli er vakin á því að takmarkað pláss er á námskeiðið, skráning er hafin og nokkur sæti enn laus, smelltu hér til að skrá þig.

Námskeiðið er staðnámskeið og verður haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt. Það verður ekki tekið upp.

Námsstefna Ríkissáttasemjara

Fulltrúar Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga sitja núna námsráðstefnu Ríkissáttasemjara til að undirbúa komandi kjarasamningsviðræður. Á námsstefnunni er m.a. farið yfir hvernig ákjósanlegast er að haga kjaraviðræðum, efnahagslegt samhengi kjarasamninga og leikreglur á vinnumarkaði. Vandaðar undirbúningur kjarasamningsgerðar er til þess fallinn að auka árangur í kjaraviðræðum.

Framboð í stjórn

Stjórn Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga vekur athygli á að frestur til að bjóða sig fram til setu í stjórn rennur út á miðnætti. Áhugasamir geta boðið sig fram í embætti ritara, meðstjórnanda eða í varastjórn með því að senda póst á netfangið kvh@kjarafelag.is

Að loknu stefnumótunarþingi BHM

Stefnumótunarþing BHM var haldið föstudaginn 25. febrúar. Fulltrúar Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) tóku virkan þátt í starfi þingsins og við að móta nýja stefnu bandalagsins í þeim málaflokkum sem til umræðu voru. Meðal annars var lífeyrisstefna BHM uppfærð en sú vinna byggði á starfi vinnuhóps á vegum bandalagsins sem fulltrúi KVH hefur leitt síðustu mánuði. Fulltrúar KVH kynntu síðan niðurstöður eftirfarandi málefnahópa á þinginu sem voru: atvinnulíf og nýsköpun, húsnæðismál og menntamál og háskólamenntun. Nýja stefnu BHM má finna á vef bandalagsins.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur