Við hvetjum ykkur til að líta á næstu viðburði á Fræðsludagskrá BHM.

Meðvirkni á vinnustöðum

Sigríður Indriðadóttir, eigandi og þjálfari hjá SAGA Competence fer yfir hvernig meðvirkni birtist á vinnustaðnum og með hvaða hætti meðvirknimynstur geta skapast. Einnig er skoðað hvaða áhrif meðvirkni hefur á starfsfólk, vinnustaðarmenninguna og árangur í víðum skilningi og svo verða kynntar einfaldar en áhrifaríkar leiðir til að efla stjórnendur og starfsfólk til að byggja upp betri vinnustað.

Sigríður er mannauðsfræðingur og markþjálfi og býr yfir fjórtán ára reynslu og víðtækri þekkingu á sviði stjórnunar, mannauðsmála og rekstrar.

Þriðjudaginn 8. mars kl. 13:00-14:00 á 4. hæð í Borgartúni 6
Fyrirlestrinum verður einnig streymt á Teams, smelltu hér til að skrá þig.

Vinsamlegast athugið að fyrirlesturinn verður ekki tekinn upp
og því ekki hægt að horfa á hann síðar.

Framkoma og ræðumennska

Mánudaginn 14. mars kl. 13:00-17:00 í Borgartúni 6, 4. hæð

Stígðu inn í styrkinn þinn og lærðu að hafa áhrif á þessu skemmtilegt og praktíska námskeiði. Þar færð þú æfingu í grunnatriðum sem efla þig í ræðumennsku; að styrkja líkamstjáningu, auka útgeislun, beita rödd og skerpa á framsögn.

Þú lærir einfalda og markvissa uppbyggingu á ræðum og kynningum sem auðveldar þér að komast að kjarna málsins.

Leiðbeinandi er María Ellingsen leikari og stjórnendaþjálfari. Hún hefur mikla reynslu af m.a. skipulagningu viðburða og þjálfun fólks og hafa námskeið hennar notið vinsælda um árabil.

Athugli er vakin á því að takmarkað pláss er á námskeiðið, skráning er hafin og nokkur sæti enn laus, smelltu hér til að skrá þig.

Námskeiðið er staðnámskeið og verður haldið í Borgartúni 6 en ekki rafrænt. Það verður ekki tekið upp.

Share This