Stefnumótunarþing BHM var haldið föstudaginn 25. febrúar. Fulltrúar Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) tóku virkan þátt í starfi þingsins og við að móta nýja stefnu bandalagsins í þeim málaflokkum sem til umræðu voru. Meðal annars var lífeyrisstefna BHM uppfærð en sú vinna byggði á starfi vinnuhóps á vegum bandalagsins sem fulltrúi KVH hefur leitt síðustu mánuði. Fulltrúar KVH kynntu síðan niðurstöður eftirfarandi málefnahópa á þinginu sem voru: atvinnulíf og nýsköpun, húsnæðismál og menntamál og háskólamenntun. Nýja stefnu BHM má finna á vef bandalagsins.

Share This