HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Ný stefna BHM samþykkt

Á aukaaðalfundi BHM, sem haldinn var í gær, 1. nóvember 2017, var samþykkt ný stefna fyrir bandalagið og kemur hún í stað áður gildandi stefnu frá árinu 2013.

Aðdragandinn var sá að á aðalfundi BHM sl. vor náðist ekki að afgreiða tillögur að nýrri stefnu bandalagsins sem lágu fyrir fundinum. Var málinu vísað til formannaráðs BHM sem skipaði fimm manna starfshóp til að vinna málið áfram og skilaði hann af sér tillögu að nýrri stefnu bandalagsins.

Tillaga starfshópsins var samþykkt á aukaaðalfundinum með tveimur orðalagsbreytingum.

Helstu kaflar nýrrar stefnu fjalla um launa- og kjaramál, lífeyrismál, menntamál, málefni stúdenta og LÍN, jafnréttismál og fjölskylduvænan vinnustað, og vinnumarkað framtíðar. (Sjá stefnuna hér: https://www.bhm.is/um-bhm/stefna )

Starfshópurinn skilaði einnig greinargerð með tillögunni að nýrri stefnu, þar sem gerð er grein fyrir forsendum og viðhorfum starfshópsins. Þá leggur starfshópurinn til að BHM skoði hvort ekki sé rétt að taka til viðbótar inn í stefnumörkun bandalagsins þætti sem varða almenn lífskjör og velferð. (Sjá greinargerð starfshópsins hér: https://www.bhm.is/media/adalfundir_bhm_safn/Greinargerd-starfshops-um-stefnu-BHM.pdf )

Nýr kjarasamningur KVH við SA

KVH og 13 önnur aðildarfélög BHM undirrituðu í gær, 23. október, nýjan ótímabundinn kjarasamning við Samtök atvinnulífsins.  Samningurinn byggir á fyrri kjarasamningi aðila, frá árinu 2011.

 

Kjarasamningur aðildarfélaga BHM og SA er ólíkur ýmsum öðrum kjarasamningum að því leyti að í honum er ekki samið um laun fyrir einstök störf eða starfsmenn. Launakjör eru hins vegar ákvörðuð í ráðningarsamningi milli vinnuveitanda og viðkomandi háskólamanns, og getur starfsmaður óskað árlega eftir viðtali við sinn yfirmann um breytingar á starfskjörum. Sérstakur skýringarrammi var settur í samninginn um þessi árlegu launaviðtöl.

Meðal helstu breytinga sem nýi kjarasamningurinn felur í sér er að staðfest er áður gert samkomulag aðila um aukið framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóði, en framlagið hækkaði í 10% 1. júlí síðast liðinn og í 11,5% frá 1. júlí 2018.   Þá er vinnuveitanda skylt að greiða framlag í Starfsmenntunarsjóð BHM, en það var áður valkvætt.  Ný heimildarákvæði voru sett í samninginn, er kveða á um að valkvætt sé að greiða í Vísindasjóð viðkomandi stéttarfélags og í Starfsþróunarsetur háskólamanna.

Nýtt ákvæði var tekið inn um staðgengla, og breytt eða aukin margvísleg ákvæði í ýmsum köflum samningsins, svo sem um uppsagnarfrest á reynslutíma, breytingar á vaktavinnukafla, veikindakafla, fræðslumálum og fleiru.  Þá var lögð áhersla á mikilvægi þess að vinnuveitandi og starfsmaður geri með sér skriflegan ráðningarsamning í upphafi ráðningar.

KVH mun senda félagsmönnum sínum sem aðild eiga að þessum kjarasamningi, nánari upplýsingar um samninginn, en auk þess er hann birtur hér á vefsíðu KVH.

BHM fræðslan

Veist þú hvaða reglur gilda um styrki úr viðkomandi sjóðum BHM?

Næstkomandi fimmtudag, 28. september, verður kynning á sjóðum BHM þar sem m.a. verður farið yfir úthlutunarreglur sjóðanna. Kynningin fer fram í húsakynnum BHM kl. 12:00 – 13:00. Vinsamlegast skráið þátttöku hér.

Athugið að kynningin verður streymt á streymissíðu BHM. Ekki þarf að skrá þátttöku til að geta fylgst með streyminu.

BHM-fræðslan haustönn 2017

Hér má nálgast fræðsludagskrá BHM fyrir komandi haustönn.

Opnað verður fyrir skráningu á námskeiðin á heimasíðu BHM kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 1. september nk. Fjöldi þátttakenda er yfirleitt takmarkaður og gildir því reglan fyrstur kemur fyrstur fær. Öll námskeiðin verða kennd í húsakynnum BHM að Borgartúni 6 í Reykjavík, 3. hæð. Athugið að flestum námskeiðanna verður jafnframt streymt á streymissíðu BHM.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur