HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Laus orlofshús/íbúðir 13 – 20 júní

Eftirfarandi bústaðir og íbúðir eru enn lausar frá 13. til 20. júní.

Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Orlofssjóðs BHM.

Minnt er á póstlista Orlofssjóðs BHM. Þar er hægt að fá sendar upplýsingar um lausa bústaði og íbúðir ásamt öðrum upplýsingum er tengjast sjóðnum.

Til að skrá sig er farið inn á bókunarvef sjóðsins: https://innskraning.island.is/?id=bhm.is

Samkomulag við ríkið

KVH auk fimmtán annarra aðildarfélaga BHM undirrituðu þ. 28. maí  samkomulag við fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, um breytingar og framlengingu á kjarasamningum aðila.   Samningurinn er á svipuðum nótum og samningar á almennum vinnumarkaði og nær  út febrúar 2015, en er afturvikur frá 1. febrúar 2014.  Samkomulagið verður kynnt hlutaðeigandi félagsmönnum KVH á næstu dögum og verða þeim sendar nánari upplýsingar.  Atkvæðagreiðsla verður rafræn.

 

Kjarasamningur samþykktur við OR

KVH hefur nú gert nýtt samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um breytingu og framlengingu á kjarasamningi aðila.  Samkomulagið var samþykkt með yfir 90% greiddra atkvæða  á fundi félagsmanna KVH sem starfa hjá OR.  Gildistími þessa nýja samkomulags er til 28. febrúar 2015.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur