HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

HVER GÆTIR ÞINNA HAGSMUNA?

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga

Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) er stéttarfélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagið sér um að gera kjarasamninga fyrir hönd félagsmanna, bæði á almennum og opinberum vinnumarkaði.  Það vinnur að bættum kjörum félagsmanna, gætir réttinda þeirra og er óháð starfsvettvangi, vinnuveitanda eða ráðningarformi.

Alls eru greiðandi félagsmenn nú tæplega 2.000. Um 55% starfar á almennum vinnumarkaði en 45% hjá hinu opinbera.

KVH hefur það að markmiði að félagsmenn þess njóti bestu mögulegrar þjónustu og hagsmunagæslu á hverjum tíma. KVH er aðili að Bandalagi háskólamanna.

Aðsetur KVH og BHM er að Borgartúni 6, Reykjavík.

Á skrifstofu KVH er svarað í síma og veitt ráðgjöf er hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga 13:00-16:00.

Föstudaga 9:00-12:00.

Fyrir almennar heimsóknir er hægt að bóka ráðgjöf og fjarfundi í síma 595-5140 eða: kvh@bhm.is

Efst á baugi


Skrifstofa KVH lokuð 14.-16. sept

Vegna vinnuferðar verður skrifstofa KVH lokuð dagana  14. til 16. september.  Erindum sem berast í netpósti til KVH verður svarað að þeim tíma liðnum.

BHM fræðslan – námskeiði bætt við

Mikill áhugi er á námskeiðum sem BHM stendur að nú á haustönn 2016. Uppbókað er á þrjú námskeið og komust því miður færri að en vildu.

Ákveðið hefur verið að endurtaka eitt þessara námskeiða síðar á önninni. Það er námskeiðið Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi sem Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi hjá Zenter ehf., hefur umsjón með. Það verður haldið öðru sinni dagana 9. og 16. nóvember nk., milli kl. 9:00 og 12:00 (báða dagana).

Opnað verður fyrir skráningu hér á námskeiðið kl. 10:00 í fyrramálið, 19. ágúst. Sem endranær gildir að fyrst koma, fyrst fá.

BHM-fræðslan

Hér má nálgast fræðsludagskrá BHM fyrir komandi haustönn.

Dagskráin/skráning er einnig aðgengileg á heimasíðu BHM: http://www.bhm.is/um-bhm/fraedsla/dagskrafraedslu/

Vinsamlegast athugið að búið er að opna fyrir skráningu á einstök námskeið. Fjöldi þátttakenda er yfirleitt takmarkaður og gildir því reglan fyrstur kemur fyrstur fær.

Skrifstofa KVH lokuð 11. og 12. júlí

Vegna sumarleyfa verður skrifstofa KVH lokuð mánudaginn 11. júlí og þriðjudaginn 12. júlí.  Erindum sem berast í netpósti til KVH verður svarað að þeim tíma liðnum.

Forsíða

Félagsaðild

Í boði er meðal annars:

  • Fæðingarstyrkir og sjúkradagpeningar
  • Starfs- og endurmenntunarstyrkir
  • Sumarbústaðir og orlofshúsnæði, innanlands og erlendis

Námsmannaaðild

Námsmenn í viðskiptafræði eða hagfræði á háskólastigi, sem lokið hafa a.m.k. 60 einingum (ECTS) geta sótt um námsmannaaðild að KVH (NKVH). Slík aðild felur m.a. í sér:

  • Aðgang að upplýsingum og leiðbeiningum félagsins er snerta störf og kjör á vinnumarkaði
  • Aðstoð við gerð ráðningarsamninga
  • Aðgang að námskeiðum/málstofum KVH á ári hverju. Efni námskeiðanna eru fjölbreytt og höfða til námsmanna
  • Gjöf frá KVH þegar að námi lýkur