Mikill áhugi er á námskeiðum sem BHM stendur að nú á haustönn 2016. Uppbókað er á þrjú námskeið og komust því miður færri að en vildu.

Ákveðið hefur verið að endurtaka eitt þessara námskeiða síðar á önninni. Það er námskeiðið Jákvæðni og vellíðan í lífi og starfi sem Ragnhildur Vigfúsdóttir, markþjálfi hjá Zenter ehf., hefur umsjón með. Það verður haldið öðru sinni dagana 9. og 16. nóvember nk., milli kl. 9:00 og 12:00 (báða dagana).

Opnað verður fyrir skráningu hér á námskeiðið kl. 10:00 í fyrramálið, 19. ágúst. Sem endranær gildir að fyrst koma, fyrst fá.

Share This