Fréttasafn

Óvissa um lífeyrisréttindi í LSR

Umtalsverð kjaraskerðing og óvissa um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna, ef fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á lögum um LSR verður samþykkt. Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga leitaði til Dr. Oddgeirs Á. Ottesen, hjá Integra ráðgjöf, um mat á...

Sjóðfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM athugið

Vegna bilunar í tölvubúnaði hafa Mínar síður á vef BHM (bhm.is) að mestu legið niðri undanfarinn sólarhring. Viðgerð er nú lokið og geta félagsmenn skráð sig inn á Mínum síðum, skoðað upplýsingar, sent inn umsóknir og gögn o.s.frv. Beðist er velvirðingar á þeim...

Samkomulag BHM og SA

Hlutaðeigandi aðildarfélög BHM og Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um breytingu á gr. 6.7.1 í kjarasamningi aðila. Samkomulagið felur í sér að lífeyrismótframlag atvinnurekenda hækkar til samræmis við það sem nú gildir almennt á almennum vinnumarkaði....

Sjóðfélagar í Styrktarsjóði eða Sjúkrasjóði BHM athugið

Umsóknir og gögn sem miðast við almanaksárið 2016 þurfa að berast í síðasta lagi 9. desember næstkomandi. Sama gildir um gögn vegna umsókna sem þegar hafa borist. Umsóknir eru sendar inn með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður BHM Nánari upplýsingar gefa fulltrúar...

Samstöðufundur á kvennafrídaginn.

Mánudaginn 24. október verður blásið til samstöðufundar á Austurvelli, kl. 15:15, undir kjörorðinu "kjarajafnrétti strax".  Að fundinum standa m.a. samtök launafólks og fjölmörg samtök kvenna.  Sjá nánar vefsíðu BHM:...

Samtal við stjórnmálaflokka – hádegisfundir

BHM efnir til opinna hádegisfunda fyrir félagsmenn aðildarfélaganna með fulltrúum stjórnmálasamtaka sem bjóða fram á landsvísu í komandi alþingiskosningum. Þessir fundir verða haldnir í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, 4. hæð, næstu daga. Sjá nánar á vefsíðu BHM. ...

Umsögn KVH um frumvarp vegna lífeyrismála

KVH hefur sent fjárlaganefnd Alþingis umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins nr. 1/1977.  Í umsögninni kemur m.a. fram að KVH lýsir yfir stuðningi við þau meginmarkmið að koma á samræmdu og sjálfbæru lífeyriskerfi fyrir...

Fundur á Akureyri um lífeyrismál

Á morgun, föstudaginn 30. september, efnir BHM til opins upplýsingafundar á Akureyri um stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna fyrir félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins norðan heiða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kynnir samkomulag um breytt fyrirkomulag...

Kynningarfundur um stöðu lífeyrismála

Á morgun, þriðjudaginn 27. september, efnir BHM til opins upplýsingafundar um stöðu lífeyrismála fyrir félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Páll Halldórsson, fulltrúi BHM í viðræðunefnd um lífeyrismál, kynna Samkomulag um...

KVH greiddi atkvæði gegn nýju samkomulagi um lífeyrismál

Síðast liðinn mánudag, 19. september, undirrituðu BHM, BSRB og KÍ samkomulag við ríki og sveitarfélög um nýja skipan lífeyrismála þeirra félagsmanna sem eiga aðild að A-deild Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins (LSR) og Brú Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga (áður...

Krafa í heimabanka ekki frá KVH

Nokkrar fyrirspurnir hafa borist að undanförnu til KVH vegna kröfu FVH í heimabanka félagsmanna. Mikilvægt er að benda á að umrædd krafa er EKKI á vegum KVH heldur Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH), sem er sjálfstætt fagfélag og KVH alveg óviðkomandi....

Skrifstofa KVH lokuð 14.-16. sept

Vegna vinnuferðar verður skrifstofa KVH lokuð dagana  14. til 16. september.  Erindum sem berast í netpósti til KVH verður svarað að þeim tíma liðnum.

Share This