Á morgun, föstudaginn 30. september, efnir BHM til opins upplýsingafundar á Akureyri um stöðu lífeyrismála opinberra starfsmanna fyrir félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins norðan heiða. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, kynnir samkomulag um breytt fyrirkomulag lífeyrismála opinberra starfsmanna og svarar spurningum fundarmanna. Fundurinn verður haldinn kl. 14 – 15:30 í hátíðasal Háskólans á Akureyri (N101) að Sólborg við Norðurslóð.

 

 

Share This