Orlofssjóður BHM býður sjóðfélögum upp á úrval gistimiða á sérstökum kjörum. Öll sala á gistimiðum fer fram á orlofsvefnum (bhm.fritimi.is), með því að smella á Kort og gjafabréf.

Hver einstaklingur getur keypt fimm miða og hefst sala á þeim fimmtudaginn 11. júní kl. 12:00 á hádegi. Boðið verður upp á 1000 miða í hverjum miðaflokki.

Gistimiðanir sem eru í boði eru eftirfarandi:

Hotel

Sjóðfélagar eru hvattir til þess að lesa upplýsingar um gistimiðana vel og vandlega áður en þeir kaupa miðana en mismunandi skilmálar eru á milli hótela. Aður en sjóðfélagi kaupir hótelmiða er gott að athuga hvort hótelið bjóði upp á betri verð á vefsíðu sinni. Þá eru sum tilboð háð bókunarstöðu á hóteli og því er gott að heyra í viðkomandi hóteli áður en miði er keyptur.

Ekki er hægt að bóka í gegnum heimasíðu hótelana eða í öðrum veflausnum. Til þess að bóka gistingu þarf að senda póst á hótelin eða hringja á staðinn. Taka þarf fram að gisting sé greidd með gistimiða frá Orlofssjóði BHM.

Athugið að kvittun við miðakaup gilda sem gistimiði. Ekki þarf að sækja gistimiða til BHM

Share This