Í dag undirritaði samninganefnd Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga samkomulag við Fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs, um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðila.

 

Gildandi kjarasamningur framlengist frá 1. apríl 2019 til 31. mars 2023 með þeim breytingum og fyrirvörum sem í samkomulaginu felst og fellur þá úr gildi án frekari fyrirvara.

Samningurinn verður kynntur félagsmönnum sem starfa hjá ríkinu og rafræn kosning fer fram í kjölfarið.

Vegna samkomubanns mun kynningin fara fram með rafrænum hætti.

 

Share This