KVH hefur gagnrýnt fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á lögum um A-deild LSR, meðal annars á grundvelli úttektar / skýrslu sem félagið lét vinna og áður hefur verið kynnt. Skýrsluna vann Dr. Oddgeir Ottesen og fjallar hún m.a um forsendur og útreikninga sem lágu til grundvallar bæði samkomulaginu frá 19. september og frumvarpinu sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.

KVH sendi umsögn til efnahags- og viðskiptanefndar og mætti auk þess á fund nefndarinnar til fylgja á eftir sjónarmiðum sínum.

Megin niðurstaða KVH er að markmiðum samkomulagsins og frumvarpsins verður ekki náð, þar sem ekki er sýnt fram á að nægar bætur komi í stað þeirra skerðinga sem frumvarpið hefur í för með sér. Ekki er skýrt hvernig ríkið ætlar að efna loforð um að réttindi núverandi sjóðfélaga verði jafnverðmæt eftir þær breytingar sem frumvarpið felur í sér.

Umsögnina á sjá á vef alþingis: http://www.althingi.is/altext/erindi/146/146-67.pdf

Share This