Tilraunaverkefni um mat á árangri og frammistöðu, álagi og öðrum persónubundnum og tímabundnum þáttum er að fara af stað hjá 31 ríkisstofnun sem til þessa verkefnis voru valin, í framhaldi af bókun 2 með síðasta kjarasamningi við ríkið.  Stofnanirnar skulu búa til matskerfi og/eða viðmið til að meta ofangreinda þætti til tímabundinna launa og fá til þess afmarkað fjármagn. Eiga þær að skila skýrslu um niðurstöðuna og framkvæmdina fyrir árslok 2015.  KVH hefur sent félagsmönnum sínum á viðkomandi stofnunum sérstakt bréf vegna þessa um framkvæmdina.

Share This