Orlofssjóður BHM býður sjóðfélögum að kaupa gistimiða hjá Íslandshótelum (Fosshótelum) á sérstökum vildarkjörum. Verðið á gistimiða er aðeins 8.400 krónur og gildir fyrir tveggja manna herbergi í eina nótt án morgunverðar.

Gistimiðarnir eru í takmörkuðu upplagi, hver einstaklingur getur keypt fimm miða og hefst sala á þeim þriðjudaginn 26. maí kl. 12:00 á bhm.fritimi.is. Öll sala á gistimiðum fer fram á orlofsvefnum, með því að smella á Kort og gjafabréf.

Athugið að kvittun við miðakaup gildir ekki sem gistimiði. Gistimiðarnir eru afhentir í þjónustuveri Bandalags háskólamanna í Borgartúni 6, gegn framvísun pöntunarnúmers á kvittun og kennitölu sjóðfélaga. Þjónustuverið er opið á milli 9 og 16 alla virka daga.

Gildistími gistimiðanna er frá 29.05.2020 til 31.12.2020.

Handhafi gistimiða getur valið um eftirfarandi hótel:

  • Grand Hótel Reykjavík
  • Fosshótel Jökulsárlón (í Öræfasveit)
  • Fosshótel Stykkishólmur
  • Fosshótel Reykholt (í Borgarfirði)
  • Fosshótel Vestfirðir (á Petreksfirði)
  • Fosshótel Húsavík
  • Fosshótel Austfirðir (á Fáskrúðsfirði)

Uppfærsla í fjögurra stjörnu hótel

Íslandshótel bjóða að auki upp á uppfærslu í fjögurra stjörnu hótel fyrir 4.000 krónur aukalega á nótt án morgunverðar á Gand Hótel Reykjavík og Fosshótel Jökulsárlón. Uppfærslan greiðist af handhafa gistimiða við komu á hótel en við bókun á hótel þarf handhafi gistimiða að tilkynna um fyrirhugaða uppfærslu.

Skilmálar

Bókanir fara fram með því að senda póst á gistimidar@islandshotel.is eða með því að hringja í söluskrifstofu Íslandshótela í síma 562-4000. Ekki er hægt að bóka í gegnum bókunarvefi eða heimasíðu Íslandshótels.

Afbóka þarf með að lágmarki 48 stunda fyrirvara, sé fyrirvarinn styttri er rukkað fyrir nóttina. Ef fleiri nætur eru bókaðar og fyrirvari afbókunar styttri en 48 stundir þá er rukkað 50% af heildarverði. Ef gestur hvorki afbókar né mætir þá þarf að greiða fulla greiðslu.

  • Eitt barn 3 til 6 ára fær frítt í herbergi ef deilt er rúmi, en greiða þarf aukalega fyrir morgunverð 50% af fullu verði sem greiðist við innritun.

  • Aukarúm fyrir 3 – 12 ára kostar aukalega og greiðist við innritun

Share This