BHM býður félagsmönnum aðildarfélaga sinna að hlýða á fyrirlestur Sirrýjar Arnardóttir Þegar karlar stranda – og leiðin í land í streymi á streymissíðu BHM þann 12. nóvember næstkomandi kl. 15:00. Í kjölfarið vera umræður á Teams um efni bókarinnar og bjargráð.

Sirrý gaf nýverið út bókina Þegar karlar stranda  og leiðin í land. Þetta er viðtalsbók við karla um kulnun, örmögnun, streitu og alvarleg áföll en líka um vanvirkni ungra manna og ráð sérfræðinga. Á undanförnum árum hafa æ fleiri lent í ógöngum og jafnvel hrakist af vinnumarkaði. Hinsvegar tala karlar síður en konur um það hvernig þeim líður.

Í fyrirlestrinum fer Sirrý yfir frásagnir nokkurra karla og ráð sérfræðingana. Í lokin er boðið upp á umræður með Sirrýju á Teams.

Meðal umræðuefna verða:

  • Reynsla þessara ólíku karla sem í einlægni segja frá.
  • Hvernig tökum við umræðuna um líðan karla á næsta þrep?
  • Hvaða bjargráð hafa karlar sem eru að sigla í strand í lífi og starfi?

 

Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér til þess að geta tekið þátt í Teams umræðunum. 

Share This