BHM stendur fyrir öflugri fræðsludagskrá yfir árið sem allir félagsmenn aðildarfélaga BHM eiga möguleika á að sækja en námskeið eru kynnt á haustin og í janúar á ári hverju.

Hér fyrir neðan er kynnt fræðsludagskrá vormisseris, bæði fyrirlestrar og námskeið sem boðið er upp á í beinni útsendingu á Teams. Vinsamlegast athugið að takmarkað pláss er á sum námskeiðanna, í þeim tilvikum er opnað fyrir skráningar kl. 12:00 á hádegi tveim vikum fyrir áætlaðan námskeiðstíma og það auglýst. Öll námskeiðin verða einnig auglýst sérstaklega þegar nær dregur.

Gott er að athuga að vegna aðstæðna í samfélaginu eru flestir fyrirlestrarnir og námskeiðin í streymi en ætlunin er að hafa önnur í Borgartúni 6, um leið fjöldatakmarkanir verða rýmkaðar svo einhverju nemi. Þegar hægt er þá eru námskeiðin tekin upp og gerð aðgengileg í eina viku eftir að námskeið hefur verið haldið á námskeiðasíðu BHM. 

Fyrirlestrar sérfræðinga BHM

Á lokaðri námskeiðasíðu BHM (hér: námskeiðasíða BHM) eru upptökur af fyrirlestrum sem sérfræðingar BHM hafa haldið fyrir félagsmenn aðildarfélaga um t.d. einelti og áreitni, uppsagnir og áminningar og fleira.

Trúnaðarmannanámskeið

Trúnaðarmannanámskeiðin eru einnig vistuð á lokaðri námskeiðasíðu BHM (hér: námskeiðasíða BHM). Þau eru neðarlega á síðunni og vel merkt. Þar er að finna fjölda myndbanda, hlekkja og upplýsinga sem trúnaðarmenn þurfa að kunna skil á.

Fræðsludagskrá BHM vorið 2022

Rétt til að skrá sig á og sækja fyrirlestra og námskeið BHM hafa allir félagsmenn aðildarfélaga bandalagsins. Hér fyrir neðan getur að líta dagskrá haustsins, smellið á heiti fyrirlestra til þess að lesa meira um þá.

Samningur við fræðslufyrirtæki árið 2022
Líkt og í fyrra verður einnig boðið upp á fjölda námskeið með samningi fræðslufyrirtæki en það verður kynnt sérstaklega á næstu dögum.

Fyrirlestur/námskeið Dagsetning Fyrirlesari Skráningartímabil
Framkoma og ræðumennska – staðnámskeið Óákv. María Ellingsen Verður haldið þegar Covid smitum fækkar
Lífeyrisréttindin þín – Landssamtök lífeyrissj.- TEAMS viðburður 25. jan. 2022 Sólveig Hjaltad. Skrá mig
Jákvæð karlmennska og jafnrétti – TEAMS viðburður 31. jan. 2022 Þorsteinn V. Skrá mig
Ráðstefnustjórn og tækifærisræður – Staðnámsk. Óákv. María Ellingsen  Verður haldið þegar Covid smitum fækkar
Framkoma og ræðumennska – staðnámskeið II Óákv. María Ellingsen Verður haldið þegar Covid smitum fækkar
Seigla/streita – vinur í raun? – TEAMS viðburður 16. feb. 2022 Kristín Sigurðard. Skrá mig
Vinnustofa um hlutverk stjórnenda í breyttu umhverfi – TEAMS viðburður 22. feb. 2022 Eyþór Eðvarðsson Skrá mig
Meðvirkni á vinnustöðum – TEAMS viðburður 8. mar. 2022 Sigríður Indriðad. Skrá mig
Fjarvinna og samskipti – TEAMS viðburður 15. mar. 2022 Ingrid Kuhlman Skrá mig
Að selja vinnu sína og hæfni – TEAMS viðburður 7. apr. 2022 Herdís Pála Skrá mig
Verkefnastjórnun – námskeið með RATA – TEAMS viðburður 26. apr. 2022 Hafdís og Svafa Skrá mig
Hvatning og starfsánægja – fyrir stjórnendur – TEAMS viðburður 18. maí 2022 Ingrid Kuhlman Skrá mig
Share This