Frá 1. júlí s.l. breyttust starfsreglur Styrktarsjóðs BHM lítilsháttar þannig að í grein 4.a var felld út setning þess efnis að sjúkradagpeningar greiðist ekki lengur en ráðningu er ætlað að standa.

Megin atriðið er eftir sem áður að sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga í allt að 9 mánuði samanlagt vegna veikinda eða slysa sjóðfélaga, þegar veikindarétti samkvæmt kjarasamningum sleppir. Félagsmenn KVH eru hvattir til að kynna sér reglur Styrktarsjóðsins, en hann veitir margskonar styrki er tengjast heilbrigði og vellíðan félagsmanna.

Share This