Upptaka af Starfslokanámskeiðinu sem haldið var fimmtudaginn 25. mars er nú aðgengileg á fræðslusíðu BHM.

Hægt verður að horfa á námskeiðið til og með 3. apríl.

 

Kennari var Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá  Íslandsbanka.

 

Fjármál geta flækst til muna þegar taka lífeyris hefst.

Á námskeiðinu er farið yfir atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar starfslok eru undirbúin, s.s.:

  • Hvernig eru greiðslur og skerðingar Tryggingastofnunar?
  • Hvenær á ég að hefja töku lífeyris?
  • Hvernig virka hálfur lífeyrir og skipting lífeyris með maka?
  • Hvað ef mig langar að halda áfram að vinna eftir 65/67 ára aldur?
  • Hvernig ætti ég að taka út séreignarsparnaðinn minn?
  • Hvað þarf ég að vita varðandi skattkerfið?
  • Hvaða áhrif hefur ávöxtun sparifjár?

Smellið hér til að skrá ykkur inn á fræðslusíðuna:

https://www.bhm.is/fyrir-felagsmenn-innskraning

 

Fræðslusíðan er lokað svæði sem er eingöngu fyrir félagsmenn aðildarfélaga BHM. Námskeiðin þar eru félagsmönnum að kostnaðarlausu en stofna þarf sérstakan aðgang til að fá aðgang að svæðinu. Hafir þú ekki stofnað aðgang nú þegar, getur þú gert það hér:  https://www.bhm.is/audkenning/Signup/

Share This