Staðan á vinnumarkaði

Nú standa yfir óformlegar viðræður stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins, þar á meðal BHM, um aukið samstarf til að stuðla að því að kjarasamningar skili raunverulegum ávinningi. Á sama tíma eru stærstu aðilar á vinnumarkaði að meta hvort forsendur kjarasamninga, sem gilda til ársloka 2018, hafi staðist.  Auk þess eru 17 aðildarfélög BHM með lausa kjarasamninga við ríkið og nokkur fjöldi annarra stéttarfélaga eru einnig með lausa samninga við sína viðsemjendur.

KVH fylgist grannt með þessari stöðu og mögulegri framvindu. Engir kjarasamningar KVH eru lausir.  Kjarasamningur KVH og SA er ótímabundinn, og kjarasamningar KVH við Ríki, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga gilda allir til 31.mars 2019.

Share This