Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur fundað með SNR (Samninganefnd ríkisins) í september en hefur óskað eftir stífari fundarhöldum ásamt raunverulegu samtali um launaliðinn.

Félagið hefur átt tvo fundi með SNR í september og er næsti fundur áætlaður í næstu viku.

Félagið fundaði einnig með samninganefnd Reykjavíkurborgar eftir sumarhlé en engir fundir hafa verið í september og ekki er komin dagsetning á næsta fund.

Engir fundir hafa fengist með samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS).

Frekari fréttir af stöðunni verða birtar hér á heimasíðunni í framhaldinu

Share This