Í gær, 7. des, var undirritað samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum við tvo viðsemjendur KVH: annars vegar Ríkisútvarpið ohf. og hins vegar Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu (SFV).  Samkomulögin verða kynnt viðkomandi félagsmönnum í vikunni og borin undir atkvæði.

KVH á nú eftir að ljúka kjarasamningagerð við tvo viðsemjendur, Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga, en samningafundir verða við báða aðila í vikunni.  Önnur aðildarfélög BHM eiga einnig ósamið við sveitarfélögin.  Vonast er til að hægt verði að ljúka samningum fyrir hátíðar.

Share This