Bandalag háskólamanna býður upp á sjúkraþjálfun í streymi  með Söru Lind, framkvæmdastjóra Netsjúkraþjálfunar

Sara mun fjalla um fyrirbyggjandi aðferðir og bjargráð við líkamlegum álagseinkennum hjá einstaklingum í sóttkví, einangrun og fjarvinnu.

Farið verður yfir ákjósanlegar líkamsstöður, líkamsbeitingu og hvað sé til ráða þegar upp koma líkamleg álagseinkenni. Einnig verður farið yfir þætti í tengslum við hreyfingu og svefn.

Fyrirlestrinum verður streymt hér á streymisveitu BHM miðvikudaginn 25. mars kl. 10:00 og verður aðgengilegur í þrjá daga á streymisveitu BHM.

Sara Lind er sjúkraþjálfari og framkvæmdarstjóri hjá Netsjúkraþjálfun ásamt því að starfa í forvarnarteymi VIRK. Hún er einnig með MPH í Lýðheilsuvísindum frá Háskóla Íslands

Share This