KVH átti samningafund ásamt sex öðrum háskólafélögum við SNR síðdegis í dag, föstudag.  Á þeim fundi skýrði SNR nánar þann rammasamning sem ríkið og flestir aðilar vinnumarkaðarins undirrituðu þ. 27. s.l.   Samninganefnd KVH mun eiga næsta fund með SNR strax eftir helgi og er stefnt að því að ná samkomulagi um framlengingu kjarasamnings til ársloka 2018 með þeim launahækkunum sem rúmast innan þess ramma sem heildarsamkomulagið kveður á um.   Greint verður nánar frá gangi mála, eftir því sem tilefni gefur til.

 

Share This