KVH og fulltrúar fimm annarra háskólafélaga áttu sameiginlega samningafund með Samninganefnd ríkisins (SNR) síðdegis í gær, fimmtudag.  SNR gerði grein fyrir stöðu mála í öðrum viðræðum en þær eru langt komnar, viðræðum Salek hópsins sem nú standa yfir og því staðfasta markmiði SNR/ríkisstjórnar að ná samkomulagi allra aðila á vinnumarkaðinum um launaþróun til ársloka 2018.

Vel hefur miðað síðustu daga og má leiða líkum að því að samningum fari að ljúka, eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Samninganefnd KVH er því nokkuð vongóð um að hægt verði að ná samningi á allra næstu dögum og bera undir félagsmenn.

Share This