Um síðustu áramót lækkuðu útgjöld Kjarafélags viðskiptafræðinga og hagfræðinga (KVH) vegna lækkaðra aðildargjalda til Bandalags háskólamanna (BHM) og í kjölfarið var þjónusta á skrifstofu félagsins efld.
Nú hefur verið útbúin handhæg reiknivél sem sýnir hluta af þeim ávinningi sem felst í aðild að KVH. Hægt er að setja inn heildarlaun og núverandi félagsgjöld og bera saman við félagsgjöld hjá KVH. Við hvetjum alla þá sem eru að velja sér stéttarfélag til að skoða samanburðinn. Hægt er að skoða reiknivélina hér.
Félagsgjald er iðgjald sem vinnuveitandi dregur af launum starfsmanns og kemur fram á launaseðli. Félagsgjaldið er því það eina sem starfsmaður greiðir úr eigin vasa. Aðrar greiðslur í sjóði stéttarfélaga eru í formi mótframlags frá vinnuveitanda. Mótframlag vinnuveitanda getur verið misjafnt og fer eftir ákvæðum þeirra kjarasamninga sem laun eru greidd eftir.

Share This