Nú er hægt að senda inn umsókn um leigu á orlofshúsum eða íbúðum í útlöndum í sumar. Til að sækja um þarf að fara inn á bókunarvefinn. Hægt er að breyta umsókninni  á meðan umsóknarfrestur er ekki liðinn. Það skiptir ekki máli hvenær á umsóknarfrestinum umsóknin kemur inn svo framarlega sem hún kemur inn í síðasta lagi á lokadeginum. Úthlutun fer eftir punktakerfi.

Umsóknarfrestur rennur út sem hér segir:

Útlönd  á miðnætti       —    15. febrúar  2017, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 16. febrúar.

Páskar   á miðnætti      —   1. mars 2017, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 2. mars.

Sumarið innanlands 2016  —   30. mars 2017, niðurstöður ættu að liggja fyrir um 31. mars.

KVH vill minna á að Orlofssjóður BHM er á facebook, þangað eru settar auglýsingar um sumarhús sem losna með stuttum fyrirvara. Einnig er hægt að skrá sig á póstlista á Bókunarvef sjóðsins.

Share This