Sjóðfélagar Orlofssjóðs BHM athugið –

Á miðnætti á morgun, þann 31. mars, er síðasti dagurinn sem hægt er að senda inn umsókn vegna umsókna um íbúðir og hús innanlands á tímabilinu frá  12. júní til 21. ágúst 2015.

Hægt er að bóka tímabilin frá 5. til 12. júní og 21. til 29. ágúst 2015 frá og með 24. apríl kl. 15,  þau tímabil þarf ekki að sækja um heldur gildir reglan fyrstur bókar fyrstur fær.

Sótt er um á bókunarvef OBHM

Hægt er að kynna sér betur þá orlofskosti sem í boði eru og þær reglur sem gilda við úthlutun í Orlofsblaði OBHM Orlofsblaðið 2015 

 

Á Bókunarvefnum er einnig hægt að skrá sig á póstlista sjóðsins.

 

Share This