Orlofsblaðið, árlegt kynningar- og upplýsingarit Orlofssjóðs BHM, er komið út.  Þar eru kynntir þeir orlofskostir sem sjóðfélögum standa til boða.

Orlofsblaðið 2022 er hægt að lesa hér.

Í sumar mun orlofssjóðurinn bjóða upp á 61 hús eða íbúðir innanlands í öllum landshlutum og um 670 leiguvikur.

Sjóðfélagar sem hug hafa á að nýta orlofskosti að sumri eru hvattir til að sækja um úthlutun. Vakin er sérstök athygli á að alltaf er töluverð hreyfing á þeim orlofskostum sem bjóðast eftir að úthlutun er lokið. Þeir sem sent hafa inn umsókn fyrir tíma- bilið geta þá bókað orlofskosti sem losna á undan öðrum sjóðfélögum sem ekki sóttu um. Bent er á svokölluð flakkarahús sem eru undanskilin út- hlutun, í tilviki þeirra hefur punktafjöldi ekki áhrif á möguleika sjóðfélaga til að fá þessi hús heldur ræður þar reglan „fyrstur bókar, fyrstur fær“.

Sjóðfélagar eru einnig hvattir til að fylgja Facebook-síðu sjóðsins  því þar eru oft settar inn tilkynningar ef hús losna með stuttum fyrirvara.

Share This