Á baráttufund BHM í Háskólabíói mættu um 900 manns. Guðlaug Kristjánsdóttir form BHM gerði grein fyrir sameiginlegum áhersluatriðum aðildarfélaganna í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum og í lok fundar var samþykkt eftirfarandi ályktun:

„Sameiginlegur kjarafundur BHM haldinn í Háskólabíói þann 6. febrúar 2014 lýsir fullum stuðningi við áherslur samninganefnda BHM í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fundurinn hvetur viðsemjendur til þess að virða og meta menntun og leiðrétta þá rýrnun sem orðið hefur á kjörum háskólamenntaðra undanfarin ár. Fundurinn beinir því til stjórnvalda að setja þekkingu í forgang á íslenskum vinnumarkaði, leiðrétta laun félagsmanna BHM og þannig stuðla að hagsæld til framtíðar.“

Share This